Handbolti

Kiel vann í Danmörku | Füchse Berlin gerði góða ferð til Frakklands

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason vísir/getty
Kiel lagði Bjarringbro-Silkeborg í Meistaradeild Evrópu í handbolta á útiveli 28-25 í dag.

Alfreð Gíslason þjálfar Kiel sem virtist ætla að slátra danska liðinu í fyrri hálfleik en Bjerringbro-Silkeborg skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og minnkaði forystu Kiel í tvö mörk, 9-11.

Kiel var með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn en náði aldrei að slíta danska liðið almennilega af sér og þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum.

Danska liðið minnkaði muninn í tvö mark þegar mínúta var til leiksloka. Blazenko Lackovic skoraði í kjölfarið eftir leikhlé Alfreðs og tryggði Kiel endanlega sigurinn.

Lukas Nilsson skoraði 8 mörk fyrir Kiel og Nikola Bilyk 7. Allan Espersen og Johana Hansen skoruðu sex mörk hvor fyrir danska liðið.

Fyrr í dag tapaði Holstebro sem Vignir Svavarsson leikur með fyrir HC Motor Zaporozhye í Úkraínu 34-28 í Meistaradeildinni.

Vignir skoraði þrjú mörk í leiknum úr jafn mörgum skotum og var einu sinni rekinn útaf með 2 mínútur.

Holstebro átti aldrei möguleika í leiknum og var 19-10 undir í hálfleik.

Füchse Berlin stendur vel að vígi eftir 25-22 sigur á Chambery Savoie Handball í Frakklandi í dag í EHF-bikarnum.

Refirnir frá Berlin sem Erlingur Richardsson þjálfar voru 11-7 yfir í hálfleik.

Hans Lindberg var markahæstur hjá Refunum með 5 mörk. Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk úr jafn mörgum skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×