Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Sara McMahon skrifar 30. september 2016 10:00 Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram á mánudag. Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Vísir/Valli Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709. Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709.
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52