Millilandaflug milli Egilsstaða og London undir væntingum Heiðar Lind Hansson skrifar 20. september 2016 07:00 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira