Segjast ekki hafa gert árásir á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 13:30 Vísir/AFP Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48
Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51