Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í MMA, berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður í Kansas annað kvöld þegar hún mætir Ashley Greenway á bardagakvöldi Invicta FC. Búið er að gefa út stutta heimildamynd um Sunnu sem er framleidd af Bakland en í henni er farið stuttlega yfir feril sunnu og spjallað við æfingafélaga hennar og vini.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Einn þeirra sem tjáir sig um Sunnu og möguleika hennar sem bardagakona í framtíðinni er sjálfur Conor McGregor, skærasta stjarnan í UFC, en hann er mikill Íslandsvinur og góðvinur Gunnars Nelson til margra ára. „Hún verður meistari í framtíðinni. Það er engin spurning. Hún leggur mikið á sig,“ segir Conor, en einnig er spjallað við Gunnar Nelson og þjálfara þeirra beggja, John Kavanagh. „Ég man þegar ég kom hingað fyrir mörgum árum þá var Sunna hérna og alltaf þegar ég kem aftur er hún búin að bæta sig,“ segir Írinn.Sjá einnig:Stærsti bardaginn var við sorgina „Hún hefur þennan ákafa sem bardagamaður verður að hafa og er virkilega spennandi efni í 115 punda deild kvenna. Það verður tekið eftir henni hvert sem hún fer.“ „Þetta er stórt skref hjá henni að vera komin í Invicta en hún er meira en tilbúin fyrir þessa áskorun. Ég hlakka til að sjá hvernig henni gengur og að styðja hana alla leið,“ segir Conor McGregor. Sunna Rannveig verður vigtuð í kvöld en fyrsti atvinnumannabardaginn fer svo fram annað kvöld. Heimildamyndina má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í MMA, berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður í Kansas annað kvöld þegar hún mætir Ashley Greenway á bardagakvöldi Invicta FC. Búið er að gefa út stutta heimildamynd um Sunnu sem er framleidd af Bakland en í henni er farið stuttlega yfir feril sunnu og spjallað við æfingafélaga hennar og vini.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Einn þeirra sem tjáir sig um Sunnu og möguleika hennar sem bardagakona í framtíðinni er sjálfur Conor McGregor, skærasta stjarnan í UFC, en hann er mikill Íslandsvinur og góðvinur Gunnars Nelson til margra ára. „Hún verður meistari í framtíðinni. Það er engin spurning. Hún leggur mikið á sig,“ segir Conor, en einnig er spjallað við Gunnar Nelson og þjálfara þeirra beggja, John Kavanagh. „Ég man þegar ég kom hingað fyrir mörgum árum þá var Sunna hérna og alltaf þegar ég kem aftur er hún búin að bæta sig,“ segir Írinn.Sjá einnig:Stærsti bardaginn var við sorgina „Hún hefur þennan ákafa sem bardagamaður verður að hafa og er virkilega spennandi efni í 115 punda deild kvenna. Það verður tekið eftir henni hvert sem hún fer.“ „Þetta er stórt skref hjá henni að vera komin í Invicta en hún er meira en tilbúin fyrir þessa áskorun. Ég hlakka til að sjá hvernig henni gengur og að styðja hana alla leið,“ segir Conor McGregor. Sunna Rannveig verður vigtuð í kvöld en fyrsti atvinnumannabardaginn fer svo fram annað kvöld. Heimildamyndina má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00
Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09