Stærsti bardaginn var við sorgina Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 09:00 Sunna segir bardagalistir styrkja bæði líkama og sál og í þeim hefur henni tekist að ná tökum á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár. Vísir/Stefán Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA.Hún sigraði Önju Saxmark sem var í öðru sæti á heimsmeistaramóti í MMA og þótti hafa yfirburði allan bardagann. Henni var fagnað í Leifsstöð við heimkomuna á mánudag þar sem dóttir hennar, Anna Rakel ellefu ára gömul, stökk í fang hennar. Sunna Rannveig réði ekki við tárin og þetta var tilfinningaþrungin stund. „Ég bjóst ekki við þessu og fór að gráta. Ég hefði átt að biðja um smástund til að jafna mig áður en ég fór í viðtal sem síðan var birt í sjónvarpinu en það var hugsanlega markmið fréttamannanna að ná að mynda augnablikið. Svo fór ég heim og var með fjölskyldunni. Það var gott. Morguninn eftir fór ég með stelpuna í skólann, svo ákvað ég að þrífa heimilið hátt og lágt. Setti tónlistina í botn og þreif til að losa orku,“ segir hún og bætir því við að hún sé enn að koma sér niður á jörðina eftir átökin. Æfingafélagar hennar óska henni hver á eftir öðrum til hamingju með sigurinn. Hún er stödd í æfingafélaginu Mjölni við Seljaveg, klædd í æfingagallann, með hárið uppsett. Hún er smávaxin, líklega aðeins um 160 cm á hæð, grönn en feikilega sterkbyggð. Margir sem hafa náð árangri í bardagalistum í Mjölni hafa einnig háð baráttu utan vallar í eigin lífi. Það á líka við um Sunnu.Þegar allt breyttist Hún átti heima í Svíþjóð til fimm ára aldurs með foreldrum sínum og systrum sínum tveimur, Rakel Báru og Söndru. „Ég var yngst. Rakel Bára var 11 árum eldri en Sandra er 13 árum eldri. Ég á góðar minningar frá Svíþjóð, við vorum hamingjusöm. Við fluttum þegar ég var fimm ára frá Svíþjóð á Stokkseyri og það var fljótlega eftir það sem líf okkar allra breyttist.“ Í janúarmánuði 1990 gerði stormflóð á Stokkseyri, varnargarður gaf sig og vegir eyðilögðust. „Ástand vega var mjög slæmt eftir flóðið, systir mín var farþegi í bíl frá Selfossi og bíllinn fór út af veginum. Hún var ekki í bílbelti þegar bíllinn valt og lét lífið samstundis. Elsta systir mín var orðin sautján ára gömul og eftir slysið flutti hún að heiman og fór að búa. Allt í einu var ég ein í þessu stóra húsi með foreldrum mínum. Á þessum tíma var lítið um áfallahjálp. Pabbi og mamma jöfnuðu sig aldrei á þessu áfalli, að missa dóttur sína og fannst mjög erfitt að lifa með þessu. Pabbi tók þessu mjög illa og reyndi að drekkja sorgum sínum með áfengi því hann kunni ekki að takast á við missinn og kenndi sjálfum sér um. Ég skildi þetta ekki þegar ég var yngri því engin sagði mér frá því hvað gerðist og að hún væri dáin og ég fór ekki í jarðaförina hennar. Ég heyrði sögur um atburðinn þegar ég var barn en þær voru ekki sannar og sumar mjög ljótar. Við bjuggum í litlu þorpi og ég heyrði það frá krökkunum sem auðvitað meintu aldrei neitt illt en það var sárt á þeim tíma og lengi velti ég þessum orðrómi fyrir mér. Það er ekki langt síðan ég komst að því hvað gerðist í raun en ég skil foreldra mína vel í dag að hafa aldrei getað talað um þetta. Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef ég mundi lenda í því að missa barnið mitt og vil ekki hugsa til þess.“Rótleysi Hún segir rót hafa komið á fjölskylduna eftir atburðinn. Það tók hana nokkur ár að festa rætur. „Við fluttum til Þorlákshafnar og þaðan á sveitabæ í Flóanum en þegar ég var átta ára fluttum við í Kópavoginn. Þessi tvö ár eftir slysið einkenndust af miklu rótleysi. Ég var alltaf að skipta um skóla og vini. Maður var alltaf að pikka upp þráðinn og kynnast nýjum krökkum. Ég varð oft fyrir aðkasti og mér leið ekkert vel. Ég var alltaf utangarðs og faldi mig, fór með veggjum. Einn æfingafélagi minn hér í Mjölni lýsir þessu vel. Við vorum æskuvinkonur þarna í sveitinni við Selfoss þann tíma sem ég var þar. Við eyddum miklum tíma saman og svo einn daginn var ég bara horfin.“Strauk til Stokkseyrar Sunna hóf nám í Snælandsskóla í Kópavogi en hugurinn var á Stokkseyri og þangað strauk hún nokkrum sinnum „Á Stokkseyri býr enn stór hluti af fjölskyldunni minni þannig að ég sótti mikið þangað. Ég fékk matarpeninga til að taka með mér í skólann. Ég lagði þá til hliðar og safnaði mér fyrir rútufari til Stokkseyrar. Þegar ég hafði safnað fyrir fargjaldinu skrifaði ég bréf til mömmu og pabba að ég væri strokin að heiman, ég elskaði þau en ég vildi bara vera með ömmu.“Illt í hjartanu Sunna leitaði í slæman félagsskap á unglingsárum og fór í neyslu um tíma. „Ég kenni engum um það sem gerðist. Ég var bara ekki alveg að finna mig. Ég var týnd, ég var það svolítið lengi. Þetta er nokkuð sem mér finnst erfitt að tala um. Ég er enn að sættast við þetta tímabil í lífi mínu. Ég leitaði í slæman félagsskap við lok grunnskóla. Krakka sem voru á svipuðu reki og ég, týndir í lífinu. Kannski var það þess vegna sem við áttum samleið. Við vorum að dreifa huganum. Ég sjálf vildi ekki takast á við raunveruleikann og var með brotna sjálfsmynd. Mér leið bara ekkert vel. Mamma og pabbi fengu enga hjálp til að ráða við áfallið sem lát systur minnar var og elsta systir mín ekki heldur. Við þurftum öll að glíma við þetta á okkar hátt og vorum öll brotin. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við hlutina. Ég hafði engan tilgang. Mér var alveg sama. Mig langaði bara að deyfa mig. Ekki að horfast í augu við sjálfa mig eða tilfinningar mínar, því þær voru sárar. Mér var bara illt í hjartanu.“ Sunna hugsar til dóttur sinnar áður en hún fer í bardaga. Dóttir Sunnu er ellefu ára og hefur fylgt henni á æfingar frá því að hún var lítið barn. Þá er hún alltaf með bók á sér um bardagalistir, í bókinni geymir hún nafnspjald pabba síns sem lést árið 2012. Ferill Sunnu hefur verið einstakur, hún hefur átt gott keppnisár og stefnir enn lengra. Var að tortíma sér Sunna eignaðist ung dóttur sína hana Önnu Rakel, það varð vendipunktur í lífi hennar. „Ég eignast stelpuna mína nítján ára gömul. Hún breytti öllu og gaf mér tilgang. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að hún væri að koma inn í líf mitt þá tók ég ákvörðun um að bæta líf mitt. Hún er það besta sem hefur komið fyrir mig. Það má segja að hún hafi bjargað lífi mínu því ég var að tortíma sjálfri mér. Þegar ég eignaðist hana fór mér að þykja vænt um mig. Það var meðvituð ákvörðun að láta mér þykja vænt um mig. Ég þurfti að gera það því ég elskaði hana svo mikið og vildi vera góð fyrirmynd. Ég þekkti hvernig það var að alast upp á brotnu heimili og vildi gefa henni gott líf. Ég bað engan um hjálp. Ég hjálpaði mér sjálf og eftir að hún fæðist þá hef ég alveg tekið feilspor. Ég þurfti alveg að taka mig taki og sparka í rassinn á mér nokkrum sinnum.“ Snortin í Mjölni Það var hins vegar ekki fyrr en Sunna fann sig í bardagalistum að henni tókst að koma böndum á vanlíðanina og sorgina sem hún vann aldrei úr. „Það var erfitt að gera þetta allt sjálf. Þegar ég finn bardagalistirnar þá næ ég fullkominni stjórn á þessari vanlíðan og fer fyrst að vinna úr henni. Ég vil taka það fram að ég er ekki enn orðin heil í dag. Ég er enn að vinna í mínum málum,“ segir hún og útskýrir að hún eigi langt í land með að vinna úr fortíðinni. „Ég tel mótlætið hafa mótað mig að vera sú manneskja sem ég er í dag.“ Þegar ég kem í Mjölni þá er mér tekið svo vel, ég eignast svo góða vini. Það snerti mig svo innilega að vera komin í svona gott umhverfi þar sem mér leið vel. Allir vildu hjálpa og ég gat talað við þá vini sem ég eignaðist hér. Ég gat opnað mig og fór að horfast í augu við tilfinningar mínar. Fór að geta unnið úr þeim. Bæði þeir sem æfa hérna og starfsfólk er svo vel gert, það sem einkennir þennan stað er samstaða og hér er líka einhver hlýr andi sem er ekki auðvelt að útskýra.“ Líkami og sál Hún segir bardagalistir krefjast þess að fólk hugsi bæði um líkama og sál. „Það er ekki nóg að vera í líkamlegu formi. Ég þurfti að taka mikið til í höfðinu. Ég hef prófað að fara til sálfræðings en það hjálpaði mér ekki og ég fór þess vegna á hugleiðslunámskeið. Hugleiðslan hjálpaði mér að læra að vera ein með sjálfri mér. Horfa inn á við. Finna miðjuna mína, horfa rólega í tilfinningar mínar. Ég er enn að stunda sjálfsskoðun. Horfa í sálina í mér og sjá hvað er þar og hvað ég get lagað þar. Ég leitast við að skerpa hugann rétt eins og ég þjálfa tækni í bardagalist. Ég kíki stundum á vídeó af bardögum þar sem ég er að keppa og þá sé ég hluti sem ég þarf að laga. Í bardagalistum erum við alltaf að rýna í það sem við gerum og hvað við getum gert betur. Það sama geri ég í minni andlegri vinnu. Þetta tvinnast svo allt saman. Ég horfi á þetta sem eina heild. Ég reyni alltaf að finna hvað ég get gert til að bæta hugarfar mitt til að líða betur og svo öðrum í kringum mig líði betur.“ Hjartað fékk að gróa Faðir Sunnu lést árið 2012 og það var erfiður tími fyrir Sunnu. „Hann var að verða sextíu og tveggja ára gamall og fékk hjartaslag. Ég vil meina að pabbi hafi dáið vegna þess að hann var með svo stórt hjarta. Það bara sprakk. Söknuðurinn eftir systur minni var svo mikill.“ Hún fann aftur stoð í Mjölni. „Eftir að pabbi fór þá gat ég ekki brosað eða hlegið í góðan tíma. Þetta var svo mikið áfall, fyrir mig, dóttur mína og alla fjölskylduna. Ég man vel eftir fyrsta augnablikinu þar sem ég gat gleymt öllu því sem hafði gengið á eftir að hann fór. Ég kom hingað í glímutíma. Ég man svo vel eftir þessum degi, ég var bara að glíma og er með vinkonu minni. Allt í einu fer ég að hlæja. Ég var ekki búin að gera það svo lengi, það var búið að vera svo erfitt. Ég upplifði stund þar sem ég gleymdi vanlíðaninni. Það var bara gaman í smástund. Það var eins og hjartað í mér hefði skyndilega aftur farið að dæla blóði. Eins og allt hefði farið aftur af stað. Þetta atvik lýsir því vel hvað það er sem bardagalistir gera fyrir mig. Hér fékk hjartað að gróa. Í sömu viku var járnun á Mjölni en þá fá glímukappar sem hafa sýnt framfarir strípur á beltin sín eða nýtt belti, ég var þá með hvítt belti. Ég var sett út á gólf og látin glíma í rúma klukkustund þar til Gunnar Nelson flengdi mig með bláa beltinu og ég varð mjög hrærð, grét og hló á sama tíma en ég var mjög brotin á þeim tíma og undir miklu álagi andlega.“ Með mynd af pabba Áður en Sunna fer í bardaga hugsar hún til dóttur sinnar. Hún er líka alltaf með bók á sér, snjáða af mikilli notkun. „Áður en ég fer í bardaga þá hugsa ég kannski meira en í bardaganum sjálfum. Ég hugsa alltaf til dóttur minnar. Ég er líka alltaf með eina bók með mér. Ég segi alltaf að það sé dálítil sál í þessari bók. Inni í bókinni er ég með nafnspjald sem á er mynd af pabba. Leigubílaspjaldið hans. Ég gaf honum einu sinni kassa af nafnspjöldum í jólagjöf til að dreifa til viðskiptavina sinna. Bókin er orðin mjög snjáð og spjaldið líka. Þetta er bókin: The book of Five rings. Það var samúræi sem skrifaði þessa bók og lýsir listinni að berjast og hvernig eigi að beita sér, bæði líkamlega og andlega. Ég hef gramsað mikið í henni og finnst fínt að hafa hana með. Pabbi gerði þetta alltaf, ég veit ekki hvort ég er að herma eftir honum. Hann var alltaf með bækur við rúmið hjá sér. Sumar voru orðnar úr sér gengnar. Þær héngu varla saman á kilinum.“ Styrkjandi íþrótt Margir velta því fyrir sér hver lykillinn sé að því að ná svo góðum árangri í bardagalistum. Sunna segist halda að hún hafi fyrst byrjað að ná góðum árangri þegar hugur hennar fór að kyrrast. Stærsta bardagann hafði hún ef til vill háð við sorgina. „Lykillinn að því að ná góðum árangri í bardagalistum er svona almennt séð að búa yfir aga og sjálfsstjórn. Líka að hafa trú á sjálfum sér. Fyrir mig var það lykilatriði og það að hafa hreinan huga. Þegar ég náði betri tökum á huganum og sjálfri mér, náði ég líka betri tökum á bardaganum. “ MMA er ein vinsælasta íþrótt í heimi og mörgum þykir hún ofbeldisfull. Sunna segir að þeir sem gagnrýna íþróttina ættu að kynna sér hana betur. Það sé ekki mikið að varast. „Fólk horfir á þetta eins og hættulega íþrótt en ég keppti þrjá bardaga og einu meiðslin voru gamall skurður sem opnaðist hér,“ segir hún og bendir á vinstri augabrún þar sem sést fínlegur skurður. „Þetta var alveg óvart. Það getur alltaf eitthvað hent þig, eins og í öllum íþróttum. Ég segi að þetta sé styrkjandi íþrótt, bæði andlega og líkamlega. Ég mæli með því að fólk komi bara í heimsókn í Mjölni, fylgist með æfingum og barnastarfinu sem er hér og jafnvel prófa. Fólk þarf að upplifa andann hér, ég lofa að það verður ekki svikið.“ Björt framtíð og til í slaginn Sunna kennir víkingaþrek í Mjölni, hefur tekið að sér frekari kennslu og er með einkaþjálfarapróf. Þá starfar hún við afgreiðslu í Lifandi markaði. Hún segist heppin að geta starfað við það sem hún hefur ástríðu fyrir. „Ég kenni víkingaþrekið og útskrifaðist sem einkaþjálfari í júnímánuði. Ég ber ábyrgð í lífinu, á barn, íbúð og bíl og er líka í fullu starfi í Lifandi markaði sem er verslun með heilsuvörur og hollur og góður matur í matstofu. Mér finnst gott að hafa rútínu og stöðugleika. Mér finnst ég svo heppin því að í versluninni Lifandi markaði finn ég líka fyrir mjög svipuðum anda og í Mjölni. Þar er fólk sem vill vel og gerir vel. Það er gott að vera á slíkum stað. Mér finnst ég örugg.“ Framtíðin segir hún að sé björt. Loksins. „Ég sé hana mjög bjarta, enda var ég eitt sinn á þeim stað að ég sá ekki fyrir mér nokkra framtíð. Ég hafði ekkert sjálfsálit, enga trú á sjálfri mér. Nú hef ég trúna. Ég á mér stóra drauma og langar að gera mitt besta, þessi sigur var byrjunin. En hvort sem ég fer í UFC eða ekki, þá er ég nú þegar á góðum stað. Og mér líður vel, það er nóg fyrir mig. Ég get ekki beðið um meira. Hvað sem gerist næst, þá er ég orðin nógu sterk til að takast á við það. Ég er tilbúin í slaginn!“ Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA.Hún sigraði Önju Saxmark sem var í öðru sæti á heimsmeistaramóti í MMA og þótti hafa yfirburði allan bardagann. Henni var fagnað í Leifsstöð við heimkomuna á mánudag þar sem dóttir hennar, Anna Rakel ellefu ára gömul, stökk í fang hennar. Sunna Rannveig réði ekki við tárin og þetta var tilfinningaþrungin stund. „Ég bjóst ekki við þessu og fór að gráta. Ég hefði átt að biðja um smástund til að jafna mig áður en ég fór í viðtal sem síðan var birt í sjónvarpinu en það var hugsanlega markmið fréttamannanna að ná að mynda augnablikið. Svo fór ég heim og var með fjölskyldunni. Það var gott. Morguninn eftir fór ég með stelpuna í skólann, svo ákvað ég að þrífa heimilið hátt og lágt. Setti tónlistina í botn og þreif til að losa orku,“ segir hún og bætir því við að hún sé enn að koma sér niður á jörðina eftir átökin. Æfingafélagar hennar óska henni hver á eftir öðrum til hamingju með sigurinn. Hún er stödd í æfingafélaginu Mjölni við Seljaveg, klædd í æfingagallann, með hárið uppsett. Hún er smávaxin, líklega aðeins um 160 cm á hæð, grönn en feikilega sterkbyggð. Margir sem hafa náð árangri í bardagalistum í Mjölni hafa einnig háð baráttu utan vallar í eigin lífi. Það á líka við um Sunnu.Þegar allt breyttist Hún átti heima í Svíþjóð til fimm ára aldurs með foreldrum sínum og systrum sínum tveimur, Rakel Báru og Söndru. „Ég var yngst. Rakel Bára var 11 árum eldri en Sandra er 13 árum eldri. Ég á góðar minningar frá Svíþjóð, við vorum hamingjusöm. Við fluttum þegar ég var fimm ára frá Svíþjóð á Stokkseyri og það var fljótlega eftir það sem líf okkar allra breyttist.“ Í janúarmánuði 1990 gerði stormflóð á Stokkseyri, varnargarður gaf sig og vegir eyðilögðust. „Ástand vega var mjög slæmt eftir flóðið, systir mín var farþegi í bíl frá Selfossi og bíllinn fór út af veginum. Hún var ekki í bílbelti þegar bíllinn valt og lét lífið samstundis. Elsta systir mín var orðin sautján ára gömul og eftir slysið flutti hún að heiman og fór að búa. Allt í einu var ég ein í þessu stóra húsi með foreldrum mínum. Á þessum tíma var lítið um áfallahjálp. Pabbi og mamma jöfnuðu sig aldrei á þessu áfalli, að missa dóttur sína og fannst mjög erfitt að lifa með þessu. Pabbi tók þessu mjög illa og reyndi að drekkja sorgum sínum með áfengi því hann kunni ekki að takast á við missinn og kenndi sjálfum sér um. Ég skildi þetta ekki þegar ég var yngri því engin sagði mér frá því hvað gerðist og að hún væri dáin og ég fór ekki í jarðaförina hennar. Ég heyrði sögur um atburðinn þegar ég var barn en þær voru ekki sannar og sumar mjög ljótar. Við bjuggum í litlu þorpi og ég heyrði það frá krökkunum sem auðvitað meintu aldrei neitt illt en það var sárt á þeim tíma og lengi velti ég þessum orðrómi fyrir mér. Það er ekki langt síðan ég komst að því hvað gerðist í raun en ég skil foreldra mína vel í dag að hafa aldrei getað talað um þetta. Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef ég mundi lenda í því að missa barnið mitt og vil ekki hugsa til þess.“Rótleysi Hún segir rót hafa komið á fjölskylduna eftir atburðinn. Það tók hana nokkur ár að festa rætur. „Við fluttum til Þorlákshafnar og þaðan á sveitabæ í Flóanum en þegar ég var átta ára fluttum við í Kópavoginn. Þessi tvö ár eftir slysið einkenndust af miklu rótleysi. Ég var alltaf að skipta um skóla og vini. Maður var alltaf að pikka upp þráðinn og kynnast nýjum krökkum. Ég varð oft fyrir aðkasti og mér leið ekkert vel. Ég var alltaf utangarðs og faldi mig, fór með veggjum. Einn æfingafélagi minn hér í Mjölni lýsir þessu vel. Við vorum æskuvinkonur þarna í sveitinni við Selfoss þann tíma sem ég var þar. Við eyddum miklum tíma saman og svo einn daginn var ég bara horfin.“Strauk til Stokkseyrar Sunna hóf nám í Snælandsskóla í Kópavogi en hugurinn var á Stokkseyri og þangað strauk hún nokkrum sinnum „Á Stokkseyri býr enn stór hluti af fjölskyldunni minni þannig að ég sótti mikið þangað. Ég fékk matarpeninga til að taka með mér í skólann. Ég lagði þá til hliðar og safnaði mér fyrir rútufari til Stokkseyrar. Þegar ég hafði safnað fyrir fargjaldinu skrifaði ég bréf til mömmu og pabba að ég væri strokin að heiman, ég elskaði þau en ég vildi bara vera með ömmu.“Illt í hjartanu Sunna leitaði í slæman félagsskap á unglingsárum og fór í neyslu um tíma. „Ég kenni engum um það sem gerðist. Ég var bara ekki alveg að finna mig. Ég var týnd, ég var það svolítið lengi. Þetta er nokkuð sem mér finnst erfitt að tala um. Ég er enn að sættast við þetta tímabil í lífi mínu. Ég leitaði í slæman félagsskap við lok grunnskóla. Krakka sem voru á svipuðu reki og ég, týndir í lífinu. Kannski var það þess vegna sem við áttum samleið. Við vorum að dreifa huganum. Ég sjálf vildi ekki takast á við raunveruleikann og var með brotna sjálfsmynd. Mér leið bara ekkert vel. Mamma og pabbi fengu enga hjálp til að ráða við áfallið sem lát systur minnar var og elsta systir mín ekki heldur. Við þurftum öll að glíma við þetta á okkar hátt og vorum öll brotin. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við hlutina. Ég hafði engan tilgang. Mér var alveg sama. Mig langaði bara að deyfa mig. Ekki að horfast í augu við sjálfa mig eða tilfinningar mínar, því þær voru sárar. Mér var bara illt í hjartanu.“ Sunna hugsar til dóttur sinnar áður en hún fer í bardaga. Dóttir Sunnu er ellefu ára og hefur fylgt henni á æfingar frá því að hún var lítið barn. Þá er hún alltaf með bók á sér um bardagalistir, í bókinni geymir hún nafnspjald pabba síns sem lést árið 2012. Ferill Sunnu hefur verið einstakur, hún hefur átt gott keppnisár og stefnir enn lengra. Var að tortíma sér Sunna eignaðist ung dóttur sína hana Önnu Rakel, það varð vendipunktur í lífi hennar. „Ég eignast stelpuna mína nítján ára gömul. Hún breytti öllu og gaf mér tilgang. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að hún væri að koma inn í líf mitt þá tók ég ákvörðun um að bæta líf mitt. Hún er það besta sem hefur komið fyrir mig. Það má segja að hún hafi bjargað lífi mínu því ég var að tortíma sjálfri mér. Þegar ég eignaðist hana fór mér að þykja vænt um mig. Það var meðvituð ákvörðun að láta mér þykja vænt um mig. Ég þurfti að gera það því ég elskaði hana svo mikið og vildi vera góð fyrirmynd. Ég þekkti hvernig það var að alast upp á brotnu heimili og vildi gefa henni gott líf. Ég bað engan um hjálp. Ég hjálpaði mér sjálf og eftir að hún fæðist þá hef ég alveg tekið feilspor. Ég þurfti alveg að taka mig taki og sparka í rassinn á mér nokkrum sinnum.“ Snortin í Mjölni Það var hins vegar ekki fyrr en Sunna fann sig í bardagalistum að henni tókst að koma böndum á vanlíðanina og sorgina sem hún vann aldrei úr. „Það var erfitt að gera þetta allt sjálf. Þegar ég finn bardagalistirnar þá næ ég fullkominni stjórn á þessari vanlíðan og fer fyrst að vinna úr henni. Ég vil taka það fram að ég er ekki enn orðin heil í dag. Ég er enn að vinna í mínum málum,“ segir hún og útskýrir að hún eigi langt í land með að vinna úr fortíðinni. „Ég tel mótlætið hafa mótað mig að vera sú manneskja sem ég er í dag.“ Þegar ég kem í Mjölni þá er mér tekið svo vel, ég eignast svo góða vini. Það snerti mig svo innilega að vera komin í svona gott umhverfi þar sem mér leið vel. Allir vildu hjálpa og ég gat talað við þá vini sem ég eignaðist hér. Ég gat opnað mig og fór að horfast í augu við tilfinningar mínar. Fór að geta unnið úr þeim. Bæði þeir sem æfa hérna og starfsfólk er svo vel gert, það sem einkennir þennan stað er samstaða og hér er líka einhver hlýr andi sem er ekki auðvelt að útskýra.“ Líkami og sál Hún segir bardagalistir krefjast þess að fólk hugsi bæði um líkama og sál. „Það er ekki nóg að vera í líkamlegu formi. Ég þurfti að taka mikið til í höfðinu. Ég hef prófað að fara til sálfræðings en það hjálpaði mér ekki og ég fór þess vegna á hugleiðslunámskeið. Hugleiðslan hjálpaði mér að læra að vera ein með sjálfri mér. Horfa inn á við. Finna miðjuna mína, horfa rólega í tilfinningar mínar. Ég er enn að stunda sjálfsskoðun. Horfa í sálina í mér og sjá hvað er þar og hvað ég get lagað þar. Ég leitast við að skerpa hugann rétt eins og ég þjálfa tækni í bardagalist. Ég kíki stundum á vídeó af bardögum þar sem ég er að keppa og þá sé ég hluti sem ég þarf að laga. Í bardagalistum erum við alltaf að rýna í það sem við gerum og hvað við getum gert betur. Það sama geri ég í minni andlegri vinnu. Þetta tvinnast svo allt saman. Ég horfi á þetta sem eina heild. Ég reyni alltaf að finna hvað ég get gert til að bæta hugarfar mitt til að líða betur og svo öðrum í kringum mig líði betur.“ Hjartað fékk að gróa Faðir Sunnu lést árið 2012 og það var erfiður tími fyrir Sunnu. „Hann var að verða sextíu og tveggja ára gamall og fékk hjartaslag. Ég vil meina að pabbi hafi dáið vegna þess að hann var með svo stórt hjarta. Það bara sprakk. Söknuðurinn eftir systur minni var svo mikill.“ Hún fann aftur stoð í Mjölni. „Eftir að pabbi fór þá gat ég ekki brosað eða hlegið í góðan tíma. Þetta var svo mikið áfall, fyrir mig, dóttur mína og alla fjölskylduna. Ég man vel eftir fyrsta augnablikinu þar sem ég gat gleymt öllu því sem hafði gengið á eftir að hann fór. Ég kom hingað í glímutíma. Ég man svo vel eftir þessum degi, ég var bara að glíma og er með vinkonu minni. Allt í einu fer ég að hlæja. Ég var ekki búin að gera það svo lengi, það var búið að vera svo erfitt. Ég upplifði stund þar sem ég gleymdi vanlíðaninni. Það var bara gaman í smástund. Það var eins og hjartað í mér hefði skyndilega aftur farið að dæla blóði. Eins og allt hefði farið aftur af stað. Þetta atvik lýsir því vel hvað það er sem bardagalistir gera fyrir mig. Hér fékk hjartað að gróa. Í sömu viku var járnun á Mjölni en þá fá glímukappar sem hafa sýnt framfarir strípur á beltin sín eða nýtt belti, ég var þá með hvítt belti. Ég var sett út á gólf og látin glíma í rúma klukkustund þar til Gunnar Nelson flengdi mig með bláa beltinu og ég varð mjög hrærð, grét og hló á sama tíma en ég var mjög brotin á þeim tíma og undir miklu álagi andlega.“ Með mynd af pabba Áður en Sunna fer í bardaga hugsar hún til dóttur sinnar. Hún er líka alltaf með bók á sér, snjáða af mikilli notkun. „Áður en ég fer í bardaga þá hugsa ég kannski meira en í bardaganum sjálfum. Ég hugsa alltaf til dóttur minnar. Ég er líka alltaf með eina bók með mér. Ég segi alltaf að það sé dálítil sál í þessari bók. Inni í bókinni er ég með nafnspjald sem á er mynd af pabba. Leigubílaspjaldið hans. Ég gaf honum einu sinni kassa af nafnspjöldum í jólagjöf til að dreifa til viðskiptavina sinna. Bókin er orðin mjög snjáð og spjaldið líka. Þetta er bókin: The book of Five rings. Það var samúræi sem skrifaði þessa bók og lýsir listinni að berjast og hvernig eigi að beita sér, bæði líkamlega og andlega. Ég hef gramsað mikið í henni og finnst fínt að hafa hana með. Pabbi gerði þetta alltaf, ég veit ekki hvort ég er að herma eftir honum. Hann var alltaf með bækur við rúmið hjá sér. Sumar voru orðnar úr sér gengnar. Þær héngu varla saman á kilinum.“ Styrkjandi íþrótt Margir velta því fyrir sér hver lykillinn sé að því að ná svo góðum árangri í bardagalistum. Sunna segist halda að hún hafi fyrst byrjað að ná góðum árangri þegar hugur hennar fór að kyrrast. Stærsta bardagann hafði hún ef til vill háð við sorgina. „Lykillinn að því að ná góðum árangri í bardagalistum er svona almennt séð að búa yfir aga og sjálfsstjórn. Líka að hafa trú á sjálfum sér. Fyrir mig var það lykilatriði og það að hafa hreinan huga. Þegar ég náði betri tökum á huganum og sjálfri mér, náði ég líka betri tökum á bardaganum. “ MMA er ein vinsælasta íþrótt í heimi og mörgum þykir hún ofbeldisfull. Sunna segir að þeir sem gagnrýna íþróttina ættu að kynna sér hana betur. Það sé ekki mikið að varast. „Fólk horfir á þetta eins og hættulega íþrótt en ég keppti þrjá bardaga og einu meiðslin voru gamall skurður sem opnaðist hér,“ segir hún og bendir á vinstri augabrún þar sem sést fínlegur skurður. „Þetta var alveg óvart. Það getur alltaf eitthvað hent þig, eins og í öllum íþróttum. Ég segi að þetta sé styrkjandi íþrótt, bæði andlega og líkamlega. Ég mæli með því að fólk komi bara í heimsókn í Mjölni, fylgist með æfingum og barnastarfinu sem er hér og jafnvel prófa. Fólk þarf að upplifa andann hér, ég lofa að það verður ekki svikið.“ Björt framtíð og til í slaginn Sunna kennir víkingaþrek í Mjölni, hefur tekið að sér frekari kennslu og er með einkaþjálfarapróf. Þá starfar hún við afgreiðslu í Lifandi markaði. Hún segist heppin að geta starfað við það sem hún hefur ástríðu fyrir. „Ég kenni víkingaþrekið og útskrifaðist sem einkaþjálfari í júnímánuði. Ég ber ábyrgð í lífinu, á barn, íbúð og bíl og er líka í fullu starfi í Lifandi markaði sem er verslun með heilsuvörur og hollur og góður matur í matstofu. Mér finnst gott að hafa rútínu og stöðugleika. Mér finnst ég svo heppin því að í versluninni Lifandi markaði finn ég líka fyrir mjög svipuðum anda og í Mjölni. Þar er fólk sem vill vel og gerir vel. Það er gott að vera á slíkum stað. Mér finnst ég örugg.“ Framtíðin segir hún að sé björt. Loksins. „Ég sé hana mjög bjarta, enda var ég eitt sinn á þeim stað að ég sá ekki fyrir mér nokkra framtíð. Ég hafði ekkert sjálfsálit, enga trú á sjálfri mér. Nú hef ég trúna. Ég á mér stóra drauma og langar að gera mitt besta, þessi sigur var byrjunin. En hvort sem ég fer í UFC eða ekki, þá er ég nú þegar á góðum stað. Og mér líður vel, það er nóg fyrir mig. Ég get ekki beðið um meira. Hvað sem gerist næst, þá er ég orðin nógu sterk til að takast á við það. Ég er tilbúin í slaginn!“
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira