Dómarar skrái hagsmuni sína Hafliði Helgason skrifar 23. september 2016 07:00 Samkvæmt svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að ráðuneytið hafi hafnað tillögum nefndar um dómarastörf þess efnis að haldin yrði opinber skrá um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins er í mikilli mótsögn við þær kröfur um aukið gagnsæi sem uppi eru í samfélaginu. Þegar hafa Alþingi og sveitarfélög brugðist við þessari kröfu með hagsmunaskráningu fulltrúa almennings. Reyndar hefur umræða um mál þar sem fulltrúar almennings hafa látið hjá líða að greina frá hagsmunum sínum leitt til pólitísks óróa og afsagna eins og frægt er orðið. Sú umræða og afleiðingar hennar sýna svo ekki verður um villst að almenningur gerir þær kröfur til þeirra sem gegna æðstu trúnaðarstörfum samfélagsins að hagsmunir séu uppi á borðinu. Framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið hafa gengist undir þessar kröfur og gert kröfu um að þingmenn og ráðherrar skrái hagsmuni sína. Ekki er að sjá að nein önnur rök gildi um dómsvaldið. Rök innanríkisráðuneytisins eru veik og vísa til þess að sjónarmið um friðhelgi einkalífs og almannahagsmuni stangist á. Nú er enginn skyldaður til dómarastarfa og stétt dómara er ekki ein um það að þurfa að fórna einhverjum réttindum við það að takast á hendur ábyrgðarstörf í umboði almennings. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, og Stefán Má Stefánsson, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands. Jón Steinar bendir réttilega á að dómarar fara með þýðingarmikið vald í málefnum fólksins í landinu og þurfi að sæta því að hugsanlegir hagsmunir séu uppi á borðinu. Stefán Már bendir á ábyrgð dómara í því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. Hann bætir við að traust og trúverðugleiki sé alfa og ómega réttarkerfisins. Undir þessi rök er auðvelt að taka. Rök innanríkisráðuneytisins um friðhelgi einkalífsins vega ekki þungt þegar grundvallaratriði um traust og trúverðugleika mikilvægustu stofnana landsins eru í húfi. Maður skyldi ætla að grundvallarskyldur um að ekki megi draga í efa að ákvarðanir dómara byggi á lögum og óvilhallri túlkun þeirra vegi þyngra en að leynd megi hvíla yfir eignarhlutum dómara í fyrirtækjum. Táknmynd réttlætisins er gyðjan með bundið fyrir augun, vog í annarri hendi og sverð í hinni. Blindan er tákn þess sem spyr hvorki um stétt né stöðu, heldur fellir dóma sína eingöngu á grundvelli hlutlægs mats á málavöxtum og lögum. Það ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir dómurum eða innanríkisráðuneytinu að sjálfvalin blinda réttlætisgyðjunnar er ekki tákn um blindu gagnvart eigin hagsmunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Samkvæmt svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að ráðuneytið hafi hafnað tillögum nefndar um dómarastörf þess efnis að haldin yrði opinber skrá um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins er í mikilli mótsögn við þær kröfur um aukið gagnsæi sem uppi eru í samfélaginu. Þegar hafa Alþingi og sveitarfélög brugðist við þessari kröfu með hagsmunaskráningu fulltrúa almennings. Reyndar hefur umræða um mál þar sem fulltrúar almennings hafa látið hjá líða að greina frá hagsmunum sínum leitt til pólitísks óróa og afsagna eins og frægt er orðið. Sú umræða og afleiðingar hennar sýna svo ekki verður um villst að almenningur gerir þær kröfur til þeirra sem gegna æðstu trúnaðarstörfum samfélagsins að hagsmunir séu uppi á borðinu. Framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið hafa gengist undir þessar kröfur og gert kröfu um að þingmenn og ráðherrar skrái hagsmuni sína. Ekki er að sjá að nein önnur rök gildi um dómsvaldið. Rök innanríkisráðuneytisins eru veik og vísa til þess að sjónarmið um friðhelgi einkalífs og almannahagsmuni stangist á. Nú er enginn skyldaður til dómarastarfa og stétt dómara er ekki ein um það að þurfa að fórna einhverjum réttindum við það að takast á hendur ábyrgðarstörf í umboði almennings. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, og Stefán Má Stefánsson, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands. Jón Steinar bendir réttilega á að dómarar fara með þýðingarmikið vald í málefnum fólksins í landinu og þurfi að sæta því að hugsanlegir hagsmunir séu uppi á borðinu. Stefán Már bendir á ábyrgð dómara í því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. Hann bætir við að traust og trúverðugleiki sé alfa og ómega réttarkerfisins. Undir þessi rök er auðvelt að taka. Rök innanríkisráðuneytisins um friðhelgi einkalífsins vega ekki þungt þegar grundvallaratriði um traust og trúverðugleika mikilvægustu stofnana landsins eru í húfi. Maður skyldi ætla að grundvallarskyldur um að ekki megi draga í efa að ákvarðanir dómara byggi á lögum og óvilhallri túlkun þeirra vegi þyngra en að leynd megi hvíla yfir eignarhlutum dómara í fyrirtækjum. Táknmynd réttlætisins er gyðjan með bundið fyrir augun, vog í annarri hendi og sverð í hinni. Blindan er tákn þess sem spyr hvorki um stétt né stöðu, heldur fellir dóma sína eingöngu á grundvelli hlutlægs mats á málavöxtum og lögum. Það ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir dómurum eða innanríkisráðuneytinu að sjálfvalin blinda réttlætisgyðjunnar er ekki tákn um blindu gagnvart eigin hagsmunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun