Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2016 11:34 Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Vísir/AFP Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07
Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06
Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20