Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 21:00 Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira