Ætla að endurheimta gullið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2016 06:00 Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. vísir/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. Aðrar íþróttir Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð