Obama segir neitun þings skapa hættulegt fordæmi Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2016 08:21 Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00