Hillary virtist hin hressasta eftir að hafa jafnað sig á heimili dóttur sinnar í dag.Vísir/Getty
Aðstoða þurfti Hillary Clinton forsetaframbjóðanda Demókrata inn í bifreið sína í dag eftir að hún fékk aðsvif. Hún hafði verið viðstödd minningarathöfn sem haldin var í New York í dag þar sem 15 ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Word Trade Center. Hún þurfti að yfirgefa svæðið skyndilega og var henni haldið á fótum af fylgdarliði sínu. Hillary á að hafa misst annan skó sinn á leiðinni inn í bílinn.
Farið var með forsetaframbjóðandann rakleiðis á næsta spítala.
Atvikið náðist á myndband sem sjá mér hér.
Jafnaði sig á heimili dóttur sinnar
Talsmenn Hillary segja að hún hafi fengið aðsvif vegna hitans. Eftir stutta heimsókn á spítalann var henni skutlað á heimili Chelsea dóttur hennar þar sem hún jafnaði sig.
Myndir náðust af henni þegar hún yfirgaf íbúðina og þá virtist hún vera í mun betra standi.
Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio.