New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:06 Jimmy Garoppolo fær nú risatækifæri til að sýna að hann er framtíðin hjá New England. vísir/getty New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20 NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjá meira
New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjá meira