Tveir eru þó sagðir vera í alvarlegu ástandi.
Meðal hinna særðu er tveir lögregluþjónar en yfirvöld hafa sakað Verkamannaflokk Kúrda, PKK, um árásina. Fjöldi sprengjuárása hafa verið gerðar í suðausturhluta landsins þar sem Kúrdar eru í meirihluta, frá þvi að það slitnaði upp úr vopnahléi í fyrra. PKK hafa barist fyrir sjálfstæði Kúrda í rúm 30 ár.
Yfirvöld í Tyrklandi ráku í gær 28 bæjarstjóra úr störfum sínum í þessum hluta landsins, en þeir voru sagðir tengjast PKK.