Rafbækur hafa ekki mikil áhrif á útgáfu bóka Sæunn Gísladóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna höfðu lesið bók í prentformi á síðasta ári samkvæmt rannsókninni. vísir/getty Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00