Að treysta hugmynd Magnús Guðmundsson skrifar 14. september 2016 11:00 Leikararnir í hlutverkum sínum í verkinu Sending, eftir Bjarna Jónsson, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikhús Sending Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Höfundur: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Árni Arnarson. Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist og hljóð: Guðmundur Vignir Karlsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Frumsýningar á nýjum íslenskum leikverkum eru alltaf tilhlökkunar- og gleðiefni. Á laugardagskvöldið var frumsýnt verkið Sending, eftir Bjarna Jónsson, á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikstjórn Mörtu Nordal. Eftir Bjarna liggur talsverður fjöldi leikverka bæði fyrir svið og útvarp, auk leikgerða og þýðinga á sviðsverkum og skáldsögum. Sending segir frá því þegar Frank, átta ára gamall drengur, kemur skyndilega inn í líf barnlausu hjónanna Helgu og Róberts vestur á fjörðum árið 1982. Draumur Helgu hefur lengi verið að fá barn inn í líf sitt en Róbert er á öðru máli og hverfist leikurinn að talsverðu leyti um átökin þeirra á milli í bland við atburði sem tilheyra fortíð Róberts. Inn í leikinn blandast einnig Anton, æskuvinur Róberts, og María, fulltrúi barnaverndaryfirvalda. Ekki er vert að segja of mikið um framvinduna heldur eftirláta áhorfendum að gera sínar uppgötvanir. Það er margt gott í þessu verki Bjarna og þá einkum í fyrri hluta verksins enda hverfist það í heildina um góða hugmynd. Hugmynd sem byggir á hugarheimi Róberts og haganlega smíðuðum endurlitum og ferðalögum um afkima sálarlífs aðalpersónunnar. Í textanum er að finna bæði kímni og átök, haganlega smíðuð, en kannski helst til slétt og felld til þess að ná að vopna leikarana í þeim aðstæðum sem persónurnar standa frammi fyrir. Að auki vantar talsvert upp á að þessari góðu grunnhugmynd sé treyst að fullu. Þessi vandi nær ákveðnu hámarki þegar drengurinn orðar eiginlegt samband sitt við Róbert en við það myndast illa ígrundað spennufall á sýningunni. Í raun hefði þurft að taka mun afdráttarlausari afstöðu gagnvart þessum þrjátíu ára mun á raun- og hugarheimi, fremur en að gæla við einkenni hvers tíma fyrir sig og útskýra svo muninn fyrir áhorfendum með einni setningu. Það er sterkur leikhópur sem stígur á svið í Sendingu. Þorsteinn Bachmann gerir vel í erfiðu hlutverki Róberts og hið sama má segja um Kristínu Þóru Haraldsdóttur í hlutverki Helgu en leikstjórnarlega hefði gjarnan mátt auka á spennuna þeirra á milli. Láta þau ganga aðeins lengra í tilfinningasveiflum og átökum, en slíkt hefði mögulega getað aukið á þá örvinglan sem er að finna í báðum þessum persónum. Hilmar Guðjónsson er skemmtilegur í hlutverki Antons, æskuvinarins utanveltu sem verður aldrei frjáls undan valdi Róberts fremur en öfugt. Uppgjörið á milli þeirra vinanna er líkast til áhrifamesta atriði sýningarinnar. Elma Stefanía Ágústsdóttir fer ágætlega með hlutverk Maríu, en eins og í fleiru í fari þessarar uppfærslu hefði meiri kraftur verið til bóta. Það sást vel í lokasenunni þegar Elma Stefanía lék af meiri krafti. Þá er vert að geta þess að hinn ungi Árni Arnarson stendur sig ljómandi vel í krefjandi hlutverki Franks. Leikmynd Gretars Reynissonar er fantagóð og nær skemmtilega utan um þá grunnhugmynd sem verkið vinnur með og eins vinnur lýsing Björns Bergsteins með möguleika leikmyndarinnar. Hljóðmynd verksins er mikilvæg og vinnur að sama skapi vel út frá grunnhugmyndinni. Hið sama verður því miður ekki sagt með búningana og leikgervin því hvort tveggja virðist líða fyrir óskýra leikstjórnarlega afstöðu á milli ákveðins tímabils eða tímaleysis. Þrátt fyrir ákveðna ágalla er Sending um margt forvitnileg sýning á athyglisverðu verki. En betur má ef duga skal. Leikstjórn Mörtu Nordal er um margt áferðarfalleg og snyrtileg en hefði kannski fremur mátt vera meira afgerandi. Taka verkið lengra inn í hinn óræða hugarheim aðalpersónunnar og láta eftir sér meira brjálæði og sterkari tilfinningar. Kynda bál á milli persónanna og hella olíu á þann eld tilfinninga sem þar er að finna. Að sama skapi má segja að sem leikritaskáld þurfi Bjarni aðeins betur að treysta þeim efnivið sem hann er með í höndunum. Treysta á mátt góðrar hugmyndar og beita svo aðeins sterkara og tilfinningaríkara tungutaki. Þegar þar að kemur mega leikhúsgestir eflaust eiga von á góðu.Niðurstaða: Helst til afstöðulaus sýning á athyglisverðu verki sem er þó vel þess virði að sjá.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september. Leikhús Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikhús Sending Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Höfundur: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Árni Arnarson. Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist og hljóð: Guðmundur Vignir Karlsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Frumsýningar á nýjum íslenskum leikverkum eru alltaf tilhlökkunar- og gleðiefni. Á laugardagskvöldið var frumsýnt verkið Sending, eftir Bjarna Jónsson, á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikstjórn Mörtu Nordal. Eftir Bjarna liggur talsverður fjöldi leikverka bæði fyrir svið og útvarp, auk leikgerða og þýðinga á sviðsverkum og skáldsögum. Sending segir frá því þegar Frank, átta ára gamall drengur, kemur skyndilega inn í líf barnlausu hjónanna Helgu og Róberts vestur á fjörðum árið 1982. Draumur Helgu hefur lengi verið að fá barn inn í líf sitt en Róbert er á öðru máli og hverfist leikurinn að talsverðu leyti um átökin þeirra á milli í bland við atburði sem tilheyra fortíð Róberts. Inn í leikinn blandast einnig Anton, æskuvinur Róberts, og María, fulltrúi barnaverndaryfirvalda. Ekki er vert að segja of mikið um framvinduna heldur eftirláta áhorfendum að gera sínar uppgötvanir. Það er margt gott í þessu verki Bjarna og þá einkum í fyrri hluta verksins enda hverfist það í heildina um góða hugmynd. Hugmynd sem byggir á hugarheimi Róberts og haganlega smíðuðum endurlitum og ferðalögum um afkima sálarlífs aðalpersónunnar. Í textanum er að finna bæði kímni og átök, haganlega smíðuð, en kannski helst til slétt og felld til þess að ná að vopna leikarana í þeim aðstæðum sem persónurnar standa frammi fyrir. Að auki vantar talsvert upp á að þessari góðu grunnhugmynd sé treyst að fullu. Þessi vandi nær ákveðnu hámarki þegar drengurinn orðar eiginlegt samband sitt við Róbert en við það myndast illa ígrundað spennufall á sýningunni. Í raun hefði þurft að taka mun afdráttarlausari afstöðu gagnvart þessum þrjátíu ára mun á raun- og hugarheimi, fremur en að gæla við einkenni hvers tíma fyrir sig og útskýra svo muninn fyrir áhorfendum með einni setningu. Það er sterkur leikhópur sem stígur á svið í Sendingu. Þorsteinn Bachmann gerir vel í erfiðu hlutverki Róberts og hið sama má segja um Kristínu Þóru Haraldsdóttur í hlutverki Helgu en leikstjórnarlega hefði gjarnan mátt auka á spennuna þeirra á milli. Láta þau ganga aðeins lengra í tilfinningasveiflum og átökum, en slíkt hefði mögulega getað aukið á þá örvinglan sem er að finna í báðum þessum persónum. Hilmar Guðjónsson er skemmtilegur í hlutverki Antons, æskuvinarins utanveltu sem verður aldrei frjáls undan valdi Róberts fremur en öfugt. Uppgjörið á milli þeirra vinanna er líkast til áhrifamesta atriði sýningarinnar. Elma Stefanía Ágústsdóttir fer ágætlega með hlutverk Maríu, en eins og í fleiru í fari þessarar uppfærslu hefði meiri kraftur verið til bóta. Það sást vel í lokasenunni þegar Elma Stefanía lék af meiri krafti. Þá er vert að geta þess að hinn ungi Árni Arnarson stendur sig ljómandi vel í krefjandi hlutverki Franks. Leikmynd Gretars Reynissonar er fantagóð og nær skemmtilega utan um þá grunnhugmynd sem verkið vinnur með og eins vinnur lýsing Björns Bergsteins með möguleika leikmyndarinnar. Hljóðmynd verksins er mikilvæg og vinnur að sama skapi vel út frá grunnhugmyndinni. Hið sama verður því miður ekki sagt með búningana og leikgervin því hvort tveggja virðist líða fyrir óskýra leikstjórnarlega afstöðu á milli ákveðins tímabils eða tímaleysis. Þrátt fyrir ákveðna ágalla er Sending um margt forvitnileg sýning á athyglisverðu verki. En betur má ef duga skal. Leikstjórn Mörtu Nordal er um margt áferðarfalleg og snyrtileg en hefði kannski fremur mátt vera meira afgerandi. Taka verkið lengra inn í hinn óræða hugarheim aðalpersónunnar og láta eftir sér meira brjálæði og sterkari tilfinningar. Kynda bál á milli persónanna og hella olíu á þann eld tilfinninga sem þar er að finna. Að sama skapi má segja að sem leikritaskáld þurfi Bjarni aðeins betur að treysta þeim efnivið sem hann er með í höndunum. Treysta á mátt góðrar hugmyndar og beita svo aðeins sterkara og tilfinningaríkara tungutaki. Þegar þar að kemur mega leikhúsgestir eflaust eiga von á góðu.Niðurstaða: Helst til afstöðulaus sýning á athyglisverðu verki sem er þó vel þess virði að sjá.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september.
Leikhús Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira