Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 21:45 Hlynur Bæringsson sækir að körfu Kýpverja. Hann var besti maður vallarins í kvöld. vísir/anton Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í körfubolta unnu sannfærandi sigur á Kýpverjum 84-62 í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Okkar menn voru allan fyrri hálfleikinn að hita upp en rúlluðu svo yfir gestina í síðari hálfleik þegar hlutirnir fóru að ganga upp. Hittni Kýpverja fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum framan af en frábær varnarleikur okkar manna í þriðja leikhluta, og sóknin sömuleiðis, breytti öllu til hins betra. Ísland hefur nú sigraði í þremur leikjum af fimm í undankeppninni. Sigurinn þýðir að okkar menn eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar sem eitt af liðunum í öðru sæti riðils með bestan árangur. Belgar eru búnir að vinna riðilinn en með sigri á Belgum ætti Ísland að komast áfram í öðru sæti. Riðlarnir eru sjö og komast efstu liðin í riðlunum beint á EM auk þeirra fjögurra sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Í þeim samanburði eru ekki tekin með úrslit gegn liðinu sem hafnar í neðsta sæti riðilsins þar sem nokkrir riðlar eru bara með þremur liðum. Best væri fyrir íslenska liðið að Kýpur sigraði Sviss í hinum leik riðilsins á laugardag því þá væri Ísland með þrjá sigra í öðru sæti takist liðinu að vinna sigur á Belgum. Sigri Svisslendingar Kýpur og Íslendingar tapa gegn Belgum þá er vonin lítil. Stigin dreifðust nokkuð jafnt hjá okkar mönnum í dag. Hlynur Bæringsson skoraði átján stig og tók níu fráköst í sínum 102. landsleik. Kristófer Acox átti sömuleiðis mjög góðan leik með tíu stig og flotta frammistöðu í frákastabaráttunni, þrjú sóknar- og fjögur varnarfráköst. Þá var Haukur Helgi Pálsson með 15 stig og sex fráköst. Um sextán hundruð manns mættu í Höllina í kvöld þar sem „Ég er kominn heim“ hljómaði fyrir leik og áhorfendur minntu á sig með víkingaklappinu. Stemningin var góð og náði hápunkti þegar Kristófer Acox tróð með tilþrifum seint í fyrri hálfleiknum. Greinilegt er að Kristófer er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna sem fögnuðu vel í hvert skipti sem hann fór inná, útaf eða sýndi flott tilþrif á vellinum. Fagnaðarefni er að Haukur Helgi og Jón Arnór Stefánsson spiluðu báðir um 25 mínútur en heilsa þeirra var áhyggjuefni í aðdraganda leiksins. Þeir ættu að geta verið klárir í leikinn á laugardaginn. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að fjárfesta tímanlega í miða á leikinn gegn Belgum á laugardaginn. Hann hefst klukkan 16 og góðar líkur á að það verði uppselt.Hlynur Bærings: Fannst þeir ekki í rosalega góðu formi Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst. Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni „„Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Ætlar í 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.Kristófer Acox fór á kostum með íslenska liðinu í kvöld.vísir/Anton brinkKristófer: „Ég tala alltaf um að vera skrímsli“ Kristófer Acox heillaði áhorfendur í Laugardalshöllinni í kvöld með flottri frammistöðu í 84-62 sigri á Kýpverjum. Kristófer var heilt yfir sáttur með eigin leik og liðsins í heild þar sem margir lögðu hönd á plóg. Kristófer vekur jafnan athygli fyrir mikla baráttu og jafnvel læti á gólifnu sem virtist fara vel í áhorfendur í Höllinni í kvöld. „Ég tala alltaf um að vera brjálaður, að vera skrímsli. Ég reyni eins og ég get að vera það,“ sagði Kristófer. Hann segist ekki spá mikið í fagnaðarlátum fólksins í stúkunni en elski að spila fyrir fólkið sitt. Kristófer gaf ekki kost á sér fyrir lokakeppnina í Berlín sumarið 2015 þar sem skólinn hans í Bandaríkjunum gaf ekki leyfi. Það hefur væntanlega verið grátlegt að missa af því ævintýri. „Ég var bara að fylgjast með þessu í skólanum í tíma. Það er gaman að fá að taka þátt í svona alvöru verkefni núna og við verðum bara að fara alla leið.“ Kristófer, sem er uppalinn KR-ingur, hefur verið í háskólaboltanum vestanhafs í þrjú ár. Hann segir andann í íslenska liðinu mjög góðan. „Ég held að þetta sé besti hópur sem ég hef verið með. Við tengjum allir mjög vel saman og eins og við höfum þekkt hvern annan í mörg ár.“ Möguleikarnir á móti Belgum séu mjög góðir. „Við töpuðum fyrir þeim úti svolítið stórt en munurinn er ekki svo mikill á liðinu. Ef við fáum góða stemningu og íslenska brjálæðið þá eigum við góðan séns.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/antonvísir/antonvísir/ernirvísir/anton EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í körfubolta unnu sannfærandi sigur á Kýpverjum 84-62 í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Okkar menn voru allan fyrri hálfleikinn að hita upp en rúlluðu svo yfir gestina í síðari hálfleik þegar hlutirnir fóru að ganga upp. Hittni Kýpverja fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum framan af en frábær varnarleikur okkar manna í þriðja leikhluta, og sóknin sömuleiðis, breytti öllu til hins betra. Ísland hefur nú sigraði í þremur leikjum af fimm í undankeppninni. Sigurinn þýðir að okkar menn eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar sem eitt af liðunum í öðru sæti riðils með bestan árangur. Belgar eru búnir að vinna riðilinn en með sigri á Belgum ætti Ísland að komast áfram í öðru sæti. Riðlarnir eru sjö og komast efstu liðin í riðlunum beint á EM auk þeirra fjögurra sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Í þeim samanburði eru ekki tekin með úrslit gegn liðinu sem hafnar í neðsta sæti riðilsins þar sem nokkrir riðlar eru bara með þremur liðum. Best væri fyrir íslenska liðið að Kýpur sigraði Sviss í hinum leik riðilsins á laugardag því þá væri Ísland með þrjá sigra í öðru sæti takist liðinu að vinna sigur á Belgum. Sigri Svisslendingar Kýpur og Íslendingar tapa gegn Belgum þá er vonin lítil. Stigin dreifðust nokkuð jafnt hjá okkar mönnum í dag. Hlynur Bæringsson skoraði átján stig og tók níu fráköst í sínum 102. landsleik. Kristófer Acox átti sömuleiðis mjög góðan leik með tíu stig og flotta frammistöðu í frákastabaráttunni, þrjú sóknar- og fjögur varnarfráköst. Þá var Haukur Helgi Pálsson með 15 stig og sex fráköst. Um sextán hundruð manns mættu í Höllina í kvöld þar sem „Ég er kominn heim“ hljómaði fyrir leik og áhorfendur minntu á sig með víkingaklappinu. Stemningin var góð og náði hápunkti þegar Kristófer Acox tróð með tilþrifum seint í fyrri hálfleiknum. Greinilegt er að Kristófer er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna sem fögnuðu vel í hvert skipti sem hann fór inná, útaf eða sýndi flott tilþrif á vellinum. Fagnaðarefni er að Haukur Helgi og Jón Arnór Stefánsson spiluðu báðir um 25 mínútur en heilsa þeirra var áhyggjuefni í aðdraganda leiksins. Þeir ættu að geta verið klárir í leikinn á laugardaginn. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að fjárfesta tímanlega í miða á leikinn gegn Belgum á laugardaginn. Hann hefst klukkan 16 og góðar líkur á að það verði uppselt.Hlynur Bærings: Fannst þeir ekki í rosalega góðu formi Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst. Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni „„Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Ætlar í 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.Kristófer Acox fór á kostum með íslenska liðinu í kvöld.vísir/Anton brinkKristófer: „Ég tala alltaf um að vera skrímsli“ Kristófer Acox heillaði áhorfendur í Laugardalshöllinni í kvöld með flottri frammistöðu í 84-62 sigri á Kýpverjum. Kristófer var heilt yfir sáttur með eigin leik og liðsins í heild þar sem margir lögðu hönd á plóg. Kristófer vekur jafnan athygli fyrir mikla baráttu og jafnvel læti á gólifnu sem virtist fara vel í áhorfendur í Höllinni í kvöld. „Ég tala alltaf um að vera brjálaður, að vera skrímsli. Ég reyni eins og ég get að vera það,“ sagði Kristófer. Hann segist ekki spá mikið í fagnaðarlátum fólksins í stúkunni en elski að spila fyrir fólkið sitt. Kristófer gaf ekki kost á sér fyrir lokakeppnina í Berlín sumarið 2015 þar sem skólinn hans í Bandaríkjunum gaf ekki leyfi. Það hefur væntanlega verið grátlegt að missa af því ævintýri. „Ég var bara að fylgjast með þessu í skólanum í tíma. Það er gaman að fá að taka þátt í svona alvöru verkefni núna og við verðum bara að fara alla leið.“ Kristófer, sem er uppalinn KR-ingur, hefur verið í háskólaboltanum vestanhafs í þrjú ár. Hann segir andann í íslenska liðinu mjög góðan. „Ég held að þetta sé besti hópur sem ég hef verið með. Við tengjum allir mjög vel saman og eins og við höfum þekkt hvern annan í mörg ár.“ Möguleikarnir á móti Belgum séu mjög góðir. „Við töpuðum fyrir þeim úti svolítið stórt en munurinn er ekki svo mikill á liðinu. Ef við fáum góða stemningu og íslenska brjálæðið þá eigum við góðan séns.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/antonvísir/antonvísir/ernirvísir/anton
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira