Erlent

Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Tværi bílalestir á leið til Aleppo eru sagðar bera mat fyrir 80 þúsund manns í mánuð.
Tværi bílalestir á leið til Aleppo eru sagðar bera mat fyrir 80 þúsund manns í mánuð. Vísir/AFP
Illa hefur gengið að koma neyðaraðstoð til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi í dag. Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn hafa hingað til neitað að hörfa frá mikilvægum vegi. Bílalest Sameinuðu þjóðanna mun fara eftir veginum til borgarinnar.

Báðar hliðar hafa sakað hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléinu sem hefur verið í gildi í vikunni og hefur mikil spenna verið í borginni. Þá hafa Rússar í dag sakað Bandaríkin um að standa ekki við skilyrði sín gagnvart vopnahléinu og að geta ekki fengið uppreisnarhópa til að fylgja því.

Þá segja Rússar að uppreisnarmenn hafi ekki slitið sig frá Jabat Fatah al-Sham, al-Qaeda í Sýrlandi. Til stendur að Rússar hefji sameiginlegar aðgerðir gegn JFS og Íslamska ríkinu á næstu dögum.

Uppreisnarmenn segjast hræðast að yfirgefa stöður sínar og segja stjórnarherinn nýta hvert tækifæri til að herja á þá. Þeir muni ekki hörfa fyrr en þeir sjái stjórnarherinn gera það.

Sameinðu þjóðirnar segja að Bandaríkin og Rússland hafi átt að sjá til þess að vegurinn yrði yfirgefinn en gagnrýndi einnig ríkisstjórn Assad fyrir að útvega SÞ leyfi til að koma birgðum til annarra svæða Sýrlands.

Rússar hafa þó tilkynnt að stjórnarher Bashar al-Assad muni hörfa frá veginum.

Komist 20 bíla lest til Aleppo án vandræða stendur til að senda aðra bílalest til borgarinnar. Bílalestirnar eru sagðar bera matvæli fyrir um 80 þúsund manns í um einn mánuð.


Tengdar fréttir

Tortryggnir á vopnahléið

Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann.

Vopnahléið hélt fyrstu nóttina

Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×