Aron Einar, Hafþór Júlíus og Víkingaklappið í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2016 23:09 Hafþór Júlíus og Aron Einar koma við sögu hjá Minneosta Vikings á sunnudagskvöldið. Samsett mynd/Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016 NFL Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016
NFL Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira