Talsmaður Trump segir hann trúa að Obama hafi fæðst í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2016 08:04 Vísir/EPA Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira