Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:08 Hallbera átti frábæran leik í dag. vísir/anton Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Þetta var smá léttir, en við erum búnar að vera með hausinn í Hollandi frá því í síðasta leik. Vissulega léttir þó að þetta sé orðið formlegt,” sagði bakvörðurinn í samtali við Vísi í leikslok. „Það var smá skrýtið að liggja uppí rúmmi og skrolla niður netið og sjá að við værum bara komnar á EM,” en aðspurð um leikinn í dag sagðist Hallbera nokkuð ánægð með leik liðsins mest allan tímann: „Þetta gekk vel í dag, sérstaklega fyrsta hálftímann, en síðasta korterið í fyrri hálfleik duttum við aðeins niður. Við komum svo grimmar út í síðari hálfleikinn og settum mark, þannig þetta var aldrei spurning.” Ísland hefur enn ekki fengið mark á sig í undankeppninin, en var nærri því undir lok leiksins að fá á sig mark þegar Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður liðsins, missti boltann klaufalega aftast. „Anna vill greinilega fá smá spennu í þetta. Djöfull var ég fegin að sjá hann fara framhjá því við ætlum að sjálfsögðu að halda núllinu áfram.” Síðasti leikur riðilsins fer fram á þriðjudaginn þegar Skotar koma í heimsókn, en Hallbera telur að það verði ekki erfitt að gíra sig upp í þann leik. „Nei, það verður ekki erfitt því við vissum að þetta EM sæti væri tryggt í dag. Við settum okkur önnur markmið; að vinna riðill og fá ekkert mark á okkur.” „Þetta verður einhver afmælisleikur og vonandi verður þetta bara mjög skemmtilegt,” sem vonast til að fjölskyldan sé farin að bóka flug til Hollands næsta sumar. „Ég veit ekki ég betur. Ég trúi ekki öðru,” sagði Hallbera við Vísi að lokum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Þetta var smá léttir, en við erum búnar að vera með hausinn í Hollandi frá því í síðasta leik. Vissulega léttir þó að þetta sé orðið formlegt,” sagði bakvörðurinn í samtali við Vísi í leikslok. „Það var smá skrýtið að liggja uppí rúmmi og skrolla niður netið og sjá að við værum bara komnar á EM,” en aðspurð um leikinn í dag sagðist Hallbera nokkuð ánægð með leik liðsins mest allan tímann: „Þetta gekk vel í dag, sérstaklega fyrsta hálftímann, en síðasta korterið í fyrri hálfleik duttum við aðeins niður. Við komum svo grimmar út í síðari hálfleikinn og settum mark, þannig þetta var aldrei spurning.” Ísland hefur enn ekki fengið mark á sig í undankeppninin, en var nærri því undir lok leiksins að fá á sig mark þegar Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður liðsins, missti boltann klaufalega aftast. „Anna vill greinilega fá smá spennu í þetta. Djöfull var ég fegin að sjá hann fara framhjá því við ætlum að sjálfsögðu að halda núllinu áfram.” Síðasti leikur riðilsins fer fram á þriðjudaginn þegar Skotar koma í heimsókn, en Hallbera telur að það verði ekki erfitt að gíra sig upp í þann leik. „Nei, það verður ekki erfitt því við vissum að þetta EM sæti væri tryggt í dag. Við settum okkur önnur markmið; að vinna riðill og fá ekkert mark á okkur.” „Þetta verður einhver afmælisleikur og vonandi verður þetta bara mjög skemmtilegt,” sem vonast til að fjölskyldan sé farin að bóka flug til Hollands næsta sumar. „Ég veit ekki ég betur. Ég trúi ekki öðru,” sagði Hallbera við Vísi að lokum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira