Sala á stökum miðum í sundlaugar Reykjavíkurborgar dróst saman um 18 prósent fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkur.
Alls keyptu 166.736 sundgestir stakan miða í sundlaugarnar á tímabilinu, en í fyrra var það 202.391 sem keypti sig inn. Í svarinu kemur fram að flestir sem kaupa staka miða eru erlendir ferðamenn.
Gjald fyrir stakan miða var hækkað 1. nóvember í fyrra úr 650 krónum í 900 krónur. Tekjur af þessum miðum fyrstu átta mánuðina eru því um 150 milljónir króna, en voru ríflega 132 milljónir í fyrra.
Sundlaugargestum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðunum, en langflestir þeirra borga með áskriftarkorti.
Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Færri stakir miðar í sund

Tengdar fréttir

Formaður ÍTR: Hækkun á stökum miðum ekki hluti af stærra verðhækkunarplotti
"Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.