Vopnahléið hangir á bláþræði Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 13:30 Úr Aleppo. Vísir/AFP Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00
Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30
Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33
Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47