Í blak og fyrir Sigríður Jónsdóttir skrifar 1. september 2016 11:30 Leikhús It’s Volleyball Hallelujah (Þær spila blak hallelúja) Flutt á ensku Hlíðaskóli Lókal - Reykjavík Dance Festival Höfundar og leikendur: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir Aðrir leikendur: Isabella Ronja Benediktsdóttir, Melkorka Ýr Bustos og Ragnheiður Maísól Sturludóttir Aðstoð við sviðssetningu: Brynja Björnsdóttir, Hlynur P. Pálsson, Saga Sigurðardóttir og Salka Guðmundsdóttir Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir slysuðust inn í blakheiminn fyrir fimm árum og þeim til mikillar furðu enduðu þær innan skamms á blakmóti í Vestmannaeyjum. It’s Volleyball Hallelujah er tilraun þeirra til að gefa áhorfendum og reynsluminni leikmönnum innsýn í hinn falda heim blaksins á Íslandi. Verkið hefst á fyrirlestri í einum búningsklefa íþróttahúss Hlíðaskóla. Þær stöllur fara yfir glæstan feril sinn, mismunandi framfarir, fjölmörg liðaskipti og þátttöku á blakmótum víða um land. Lokum hvers leiktímabils er síðan fagnað með gríðarstóru blakmóti sem hafa borið kostuleg nöfn á borð við Stjörnustríð, haldið í Garðabæ, og KA-leikinn, haldið á Akureyri. Þemalög um ágæti blaksins eru ávallt samin viðfræg popplög s.s. It’s Raining Men og mótinu líkur með heljarinnar veislu. Frásögn þeirra Aðalbjargar og Ylfu er hvort tveggja fyndin og áhugaverð. Kjánahrollur þeirra beggja fyrir þessum heimi, líkt og áhorfenda, víkur fljótlega. Áhugi þeirra fyrir blaki fullorðinna er smitandi og samvinna þeirra greinilega byggð á vinskap. Þær útskýra ekki einungis reglur blaksins af miklum móð heldur líka hinar óskrifuðu reglur blaks fyrir fullorðna. Frásagnarformið virðist í fyrstu vera einfeldningslegt en annað kemur í ljós. Stuðning sækja þeir í hóp af frambærilegu og reynslumiklu sviðslistafólki: Salka Guðmundsdóttir aðstoðar við textann, Brynja Björnsdóttir setur sitt mark á leikmyndina og Saga Sigurðardóttir rammar inn hreyfingarnar. Allir fíngerðir þræðir fléttast ánægjulega saman með góðri slettu af klisjum, áhorfendur þræða mismunandi rými íþróttahússins sem þjóna ólíkum hlutverkum og áherslum. Þetta litla verk hefur nefnilega margt annað að geyma heldur en skondna frásögn um vandræðagang og metnað kvenna í blaki fyrir fullorðna. Sviðslistahópurinn Díó gefur hversdagsleikanum epískan blæ, leggur alúð við hið hallærislega og veita alþýðleikanum athygli. Þær gleyma sér þó ekki í frásögninni heldur finna henni farveg í hugvitsamlegu og klóku formi. Þátttökuleikhús, fyrirlestrar, samtímadans og íþróttir mætast í forvitnilegu umhverfi íþróttahúss Hlíðaskóla. Áhorfendur vita stundum ekki í hvorn fótinn á að stíga en það er allt hluti af leiknum. Allar líkur eru á því að Díó haldi sýningum á verkinu áfram, þá vonandi á íslensku. Sum atriðin týna nefnilega vægi og húmor í þýðingu sem er synd. Verkið er ekki langt og slær á létta strengi en áhrifaríkar sviðslausnir færa sýninguna á annað plan. Liðsfélagarnir Aðalbjörg og Ylfa bjóða áhorfendur hjartanlega velkomna í heim blaksins sem er ekki endilega allur þar sem hann er séður.Niðurstaða: Ljúf og manneskjuleg flís af íslenskri hversdagsmenningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september. Leikhús Menning Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikhús It’s Volleyball Hallelujah (Þær spila blak hallelúja) Flutt á ensku Hlíðaskóli Lókal - Reykjavík Dance Festival Höfundar og leikendur: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir Aðrir leikendur: Isabella Ronja Benediktsdóttir, Melkorka Ýr Bustos og Ragnheiður Maísól Sturludóttir Aðstoð við sviðssetningu: Brynja Björnsdóttir, Hlynur P. Pálsson, Saga Sigurðardóttir og Salka Guðmundsdóttir Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir slysuðust inn í blakheiminn fyrir fimm árum og þeim til mikillar furðu enduðu þær innan skamms á blakmóti í Vestmannaeyjum. It’s Volleyball Hallelujah er tilraun þeirra til að gefa áhorfendum og reynsluminni leikmönnum innsýn í hinn falda heim blaksins á Íslandi. Verkið hefst á fyrirlestri í einum búningsklefa íþróttahúss Hlíðaskóla. Þær stöllur fara yfir glæstan feril sinn, mismunandi framfarir, fjölmörg liðaskipti og þátttöku á blakmótum víða um land. Lokum hvers leiktímabils er síðan fagnað með gríðarstóru blakmóti sem hafa borið kostuleg nöfn á borð við Stjörnustríð, haldið í Garðabæ, og KA-leikinn, haldið á Akureyri. Þemalög um ágæti blaksins eru ávallt samin viðfræg popplög s.s. It’s Raining Men og mótinu líkur með heljarinnar veislu. Frásögn þeirra Aðalbjargar og Ylfu er hvort tveggja fyndin og áhugaverð. Kjánahrollur þeirra beggja fyrir þessum heimi, líkt og áhorfenda, víkur fljótlega. Áhugi þeirra fyrir blaki fullorðinna er smitandi og samvinna þeirra greinilega byggð á vinskap. Þær útskýra ekki einungis reglur blaksins af miklum móð heldur líka hinar óskrifuðu reglur blaks fyrir fullorðna. Frásagnarformið virðist í fyrstu vera einfeldningslegt en annað kemur í ljós. Stuðning sækja þeir í hóp af frambærilegu og reynslumiklu sviðslistafólki: Salka Guðmundsdóttir aðstoðar við textann, Brynja Björnsdóttir setur sitt mark á leikmyndina og Saga Sigurðardóttir rammar inn hreyfingarnar. Allir fíngerðir þræðir fléttast ánægjulega saman með góðri slettu af klisjum, áhorfendur þræða mismunandi rými íþróttahússins sem þjóna ólíkum hlutverkum og áherslum. Þetta litla verk hefur nefnilega margt annað að geyma heldur en skondna frásögn um vandræðagang og metnað kvenna í blaki fyrir fullorðna. Sviðslistahópurinn Díó gefur hversdagsleikanum epískan blæ, leggur alúð við hið hallærislega og veita alþýðleikanum athygli. Þær gleyma sér þó ekki í frásögninni heldur finna henni farveg í hugvitsamlegu og klóku formi. Þátttökuleikhús, fyrirlestrar, samtímadans og íþróttir mætast í forvitnilegu umhverfi íþróttahúss Hlíðaskóla. Áhorfendur vita stundum ekki í hvorn fótinn á að stíga en það er allt hluti af leiknum. Allar líkur eru á því að Díó haldi sýningum á verkinu áfram, þá vonandi á íslensku. Sum atriðin týna nefnilega vægi og húmor í þýðingu sem er synd. Verkið er ekki langt og slær á létta strengi en áhrifaríkar sviðslausnir færa sýninguna á annað plan. Liðsfélagarnir Aðalbjörg og Ylfa bjóða áhorfendur hjartanlega velkomna í heim blaksins sem er ekki endilega allur þar sem hann er séður.Niðurstaða: Ljúf og manneskjuleg flís af íslenskri hversdagsmenningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september.
Leikhús Menning Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira