Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2016 17:30 Plakatið hjá UFC er tilbúið. Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty
MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira