Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2016 17:30 Plakatið hjá UFC er tilbúið. Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty
MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira