Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2016 17:30 Plakatið hjá UFC er tilbúið. Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira
Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira