Stampy og co María Bjarnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun