Stampy og co María Bjarnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði. Sama gildir um fullorðna með stöku Ófærðar-undartekningum. Við sækjum það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar, ekki þegar dagskrárstjórar ákveða. Það eru tækifæri í þessum veruleika fyrir auglýsendur. Þeir geta náð beint til markhópa sinna, án þess að lúta regluverkinu sem fjölmiðlar búa við. Og almenningur sem er alinn upp við aðgreiningu auglýsinga og fjölmiðlaefnis virðist ekki greina á milli auglýsinga og meðmæla þegar Kardashian mælir með nýju megrunartei á Instagram. Fjölmiðlar standa svo frammi fyrir því að fjármagna sig þegar neytendur velja sig frá auglýsingatímum og framleiðendur nota Tupperware-auglýsingaaðferðir í gegnum netið. Þessi veruleiki hefur valdið tilvistarkreppu fjölmiðla um allan heim, en ekki síst þeirra sem starfa á litlum mál- og markaðssvæðum eins og Íslandi. Umræða um stöðu íslenskra fjölmiðla ætti að eiga sér stað á þessum forsendum en ekki 7 mínútna fýlukasti yfir því að RÚV megi auglýsa eða gamaldags forsjárhyggjusjónarmiðum um að fjölmiðlar þurfi að vinna að ákveðinni stefnu. Hún þarf líka að vera heiðarleg, sem verður væntanlega áskorun fyrir marga þegar kemur að hlutverki RÚV. Þá þarf að taka tillit til þess að internetið er ekki bóla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun