Sport

Aníta tók 3. sætið á sterku móti í Hollandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta hljóp á 2:03,37 mínútum í dag.
Aníta hljóp á 2:03,37 mínútum í dag. vísir/anton
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir lenti í 3. sæti í 800 metra hlaupi á Klaverblad Arena mótinu í Hollandi í dag.

Aníta hljóp á 2:03,37 mínútum sem er nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði.

Þá hljóp Aníta á 2:00,14 mínútum en það dugði henni þó ekki til að komast upp úr afar sterkum riðli.

Heimakonan Sanne Verstegen varð hlutskörpust í hlaupinu í dag á 2:01,73 en Halimah Nakayi frá Úganda varð í 2. sæti á 2:03,09.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×