Kallaði Obama hóruson Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2016 17:47 Duterte og Obama. Sá síðarnefndi hefur gefið í skyn að hann muni ekki funda með Duterte eftir ummælin. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði í dag Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, við því að gagnrýna sig fyrir meint mannréttindabrot. Hundruð hafa látið lífið í „stríði“ Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Hann hefur gefið grænt ljós á morð á fíkniefnasölum og jafnvel neytendum. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt hið meinta stríð og segja það brot á mannréttindum. Kaþólska kirkjan hefur einnig gagnrýnt ástandið. Bæði Duterte og Obama eru á ráðstefnu þjóða í Suðaustur-Asíu. Duterte segist engar áhyggjur hafa af skoðunum annarra og sagði hann blaðamönnum í dag að hann myndi alls ekki taka við skipunum frá Bandaríkjunum. „Þú verður að sýna virðingu. Ekki kasta fram spurningum og yfirlýsingum. Hórusonur, ég mun bölva þér á þessari ráðstefnu," sagði forsetinn um Obama á blaðamannafundi í dag. Fjölmiðlar ytra eru reyndar ekki sammála um hvort að Duterte hafi kallað Obama hóruson eða tíkarson.Minnst 2.400 látnir Talið er að minnst 2.400 séu látnir í „stríðinu“ gegn fíkniefnum, en Duterte segist eiga von á fleiri dauðsföllum. „Fleiri munu deyja. Fullt af fólki mun deyja þar til síðasti sölumaðurinn er kominn af götunum, þar til síðasti framleiðandi fíkniefna hefur verið drepinn. Við munum halda áfram og ég mun halda áfram.“Uppfært 23:31Í kjölfar ummæla Duterte hefur Obama aflýst fyrirhuguðum fundi þeirra. Hann hyggst þess í stað funda með forseta Suður-Kóreu. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði í dag Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, við því að gagnrýna sig fyrir meint mannréttindabrot. Hundruð hafa látið lífið í „stríði“ Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Hann hefur gefið grænt ljós á morð á fíkniefnasölum og jafnvel neytendum. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt hið meinta stríð og segja það brot á mannréttindum. Kaþólska kirkjan hefur einnig gagnrýnt ástandið. Bæði Duterte og Obama eru á ráðstefnu þjóða í Suðaustur-Asíu. Duterte segist engar áhyggjur hafa af skoðunum annarra og sagði hann blaðamönnum í dag að hann myndi alls ekki taka við skipunum frá Bandaríkjunum. „Þú verður að sýna virðingu. Ekki kasta fram spurningum og yfirlýsingum. Hórusonur, ég mun bölva þér á þessari ráðstefnu," sagði forsetinn um Obama á blaðamannafundi í dag. Fjölmiðlar ytra eru reyndar ekki sammála um hvort að Duterte hafi kallað Obama hóruson eða tíkarson.Minnst 2.400 látnir Talið er að minnst 2.400 séu látnir í „stríðinu“ gegn fíkniefnum, en Duterte segist eiga von á fleiri dauðsföllum. „Fleiri munu deyja. Fullt af fólki mun deyja þar til síðasti sölumaðurinn er kominn af götunum, þar til síðasti framleiðandi fíkniefna hefur verið drepinn. Við munum halda áfram og ég mun halda áfram.“Uppfært 23:31Í kjölfar ummæla Duterte hefur Obama aflýst fyrirhuguðum fundi þeirra. Hann hyggst þess í stað funda með forseta Suður-Kóreu.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira