Erlent

Deilir fast á vestræna stjórnmálamenn sem ala á útlendingahatri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Zeid Ra'ad al-Hussein.
Zeid Ra'ad al-Hussein. Vísir/AFP
Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn sem ala á útlendingahatri, harðlega. Al-Hussein kallar þá popúlista og segir þá veruleikafirrta.

Al-Hussein lét orðin falla á ráðstefnu um öryggismál í Evrópu sem haldin er í Haag en breska ríkisútvarpið greinir frá.

Hann beindi sjónum sínum sérstaklega að hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders en nefndi einnig menn á borð við Donald Trump og Nigel Farage í Bretlandi sem hann sakaði um að beita sömu aðferðum og Íslamska ríkið geri, til að hafa áhrif á fólk.

Geert Wilders gaf út kosningastefnuskrá á dögunum þar sem hann lofaði að loka öllum moskum í Hollandi kæmist hann til valda. Þá vill hann banna Kóraninn og gera múslimska innflytjendur útlæga frá Hollandi.

Flokkur Wilders leiðir í skoðanakönnunum um þessar mundir en kosningar fara fram í landinu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×