Áskoranir í ferðaþjónustu Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint.
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun