Jón Arnór Stefánsson getur ekki leikið með körfuboltalandsliðinu í kvöld er það mætir Belgum ytra. Jón Arnór var einnig hvíldur vegna meiðsla í leiknum gegn Kýpur um síðustu helgi.
Ein breyting hefur síðan verið gerð á landsliðshópnum fyrir kvöldið en Sigurður Gunnar Þorsteinsson kemur inn í hópinn í stað Axels Kárasonar.
Íslenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni EM og ætlar að landa þriðja sigrinum í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Jón Arnór getur ekki spilað í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti




„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
