Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2016 19:45 Martin Hermannsson. vísir/ernir Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn