Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 15:58 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ Sjá meira
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn