Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson segir að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sé á móti aðild að Evrópusambandinu og eigi samleið með kjósendum um þá stefnu. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30