Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 22:34 Recep Tayyip Erdogan. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir mögulegt að Tyrkland og Bandaríkin muni vinna saman að því að reka vígamenn Íslamska ríkið frá höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Erdogan og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddu þennan möguleika á fundi þeirra á G20 ríkjanna í Kína í morgun. Erdogan sagði Tyrki vera tilbúna til slíkra aðgerða. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa eftir Erdogan að hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna ættu að hittast og undirbúa sameiginlegar aðgerðir þeirra varðandi Raqqa. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í síðasta mánuði þar sem þeir sendu skriðdreka og sérsveitarmenn með uppreisnarmönnum inn í landið. Sú aðgerð hafði tvö markmið. Það var að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra með landamærum Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi og að herja á vígamenn ISIS við landamærin. Upphaflega kvörtuðu þó meðal annars Bandaríkin yfir því að Tyrkir virtust eingöngu berjast gegn Kúrdum, sem þeir líta á sem anga af Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK. Verkamannaflokkurinn er talinn vera hryðjuverkasamtök og Tyrkir segja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra, SDF, sem studdir eru af Bandaríkjunum, einnig vera hryðjuverkasamtök. SDF og Tyrkir sömdu hins vegar fljótt um vopnahlé, með aðkomu Bandaríkjanna. Tyrkir hafa nú rekið ISIS frá landamærum sínum en Nurettin Canikli, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur sagt að þeir myndu ef til vill sækja lengra inn í Sýrland. Hann sagði að 110 vígamenn ISIS og meðlimir SDF hefðu verið felldir í aðgerðum Tyrklands í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir mögulegt að Tyrkland og Bandaríkin muni vinna saman að því að reka vígamenn Íslamska ríkið frá höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Erdogan og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddu þennan möguleika á fundi þeirra á G20 ríkjanna í Kína í morgun. Erdogan sagði Tyrki vera tilbúna til slíkra aðgerða. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa eftir Erdogan að hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna ættu að hittast og undirbúa sameiginlegar aðgerðir þeirra varðandi Raqqa. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í síðasta mánuði þar sem þeir sendu skriðdreka og sérsveitarmenn með uppreisnarmönnum inn í landið. Sú aðgerð hafði tvö markmið. Það var að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra með landamærum Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi og að herja á vígamenn ISIS við landamærin. Upphaflega kvörtuðu þó meðal annars Bandaríkin yfir því að Tyrkir virtust eingöngu berjast gegn Kúrdum, sem þeir líta á sem anga af Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK. Verkamannaflokkurinn er talinn vera hryðjuverkasamtök og Tyrkir segja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra, SDF, sem studdir eru af Bandaríkjunum, einnig vera hryðjuverkasamtök. SDF og Tyrkir sömdu hins vegar fljótt um vopnahlé, með aðkomu Bandaríkjanna. Tyrkir hafa nú rekið ISIS frá landamærum sínum en Nurettin Canikli, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur sagt að þeir myndu ef til vill sækja lengra inn í Sýrland. Hann sagði að 110 vígamenn ISIS og meðlimir SDF hefðu verið felldir í aðgerðum Tyrklands í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08
ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41