Lífið

Eurovision fer fram í Kænugarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jamala fagnar hér sigri í vor.
Jamala fagnar hér sigri í vor. Vísir/Getty
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU,  og úkraínska ríkissjónvarpið hafa ákveðið að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði haldin í Kænugarði í vor.

Úkraína heldur keppnina í ár eftir að Jamala vann Eurovision í Stokkhólmi í maí. Fyrra undanúrslitakvöldið fer fram 9. maí, hið síðara þann 11. maí og úrslitakvöldið fer síðan fram 13. maí.

Eurovision nýtur ávallt gríðarlegrar vinsælda á Íslandi en Greta Salóme tók þátt yfir Íslands hönd í vor. Þá komst hún ekki áfram úr undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×