Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 11:45 Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Vísir Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira