António Guterres líklegastur til að taka við af Ban Ki-moon Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 09:00 António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira