Berskjölduð í Berlín Sigríður Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 19:30 Olga Sonja Thorarensen í hlutverki sínu í Stripp sem var frumsýnt í síðustu viku. Mynd/Steve Lorenz Leikhús Stripp Tjarnarbíó á ensku Lókal - Reykjavík Dance Festival Dance for Me í samstarfi við Olgu Sonju Thorarensen Brogan Davison, Olga Sonja Thorarensen, Pétur Ármannsson Dramatúrg: Emelía Antonsdóttir Crivello Leikmynd: Lena Mody Búningahönnun: Larissa Bechtold Tónlist: Gunnar Karel Másson Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson Árlega sviðslistahátíðin Lókal og Reykjavík Dance Festival, undir formerkjunum Every Body’s Spectacular, keyrir leikárið á höfuðborgarsvæðinu í gang nú sem áður. Hátíðin gefur íslenskum áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í heim alþjóðlegrar samtímasviðslistar. Því er virkilega ánægjulegt að opnunarsýning hátíðarinnar í ár sé nýtt íslenskt sviðsverk eftir sviðslistahópinn Dance for Me í samstarfi við Olgu Sonju Thorarensen. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands flutti leikkonan Olga Sonja Thorarensen til Berlínar, með bankalán á bakinu vonaðist hún til að smokra sér inn í þýska sviðslistaheiminn. Eftir sjálfboðaliðavinnu fyrir danskan sviðslistahóp stóð hún uppi með tvær hendur tómar og stórskuldug. Hún ákveður að senda inn umsókn til að gerast dansari, á strippstað. Olga Sonja hefur áhrifaríka sviðsverund og nálgun hennar er einlæg án þess að vera væmin. Hún horfir yfir og í gegnum áhorfendur, aftengd en tilbúin til að deila sinni sögu með áhorfendum. Henni til halds og traust er danshöfundurinn Brogan Davison. Þær leika útgáfur af sjálfum sér en afstaða þeirra á sviðinu er afslöppuð, nánast í samræðustíl. Stripp byrjar með endurteknum hreyfingum, þekktum sveigjum úr strippiðnaðinum sem hafa læðst inn í samfélagsvitundina. Sviðshreyfingar Olgu Sonju eru agaðar og skýrar en í samhengi verksins verða þær kómískar frekar en kynferðislegar, sorglegar frekar en seiðandi. Þessi hluti sýningarinnar heppnast með eindæmum vel, þar sem fá orð eru notuð til að segja flókna sögu. Hópurinn dregur líka mjög fína línu og áhugaverðar tengingar á milli hugmynda okkar um nektardansheiminn og hvernig hann birtist Olgu Sonju. Brogan spyr hana áleitinna spurninga, biður áhorfendur um að glápa en vekur samtímis spurningar um hver hefur í raun og veru valdið í þessum samskiptum. En veikleikar sýningarinnar koma í ljós um leið og hópurinn víkur frá viðkvæma frásagnarforminu. Pétur Ármannsson er skrifaður fyrir sviðsetningu Stripp, ásamt Olgu Sonju og Brogan. Hann er leikstjóri sem vert er að fylgjast með enda búinn að vinna gott starf á síðustu misserum. Honum bregst þó örlítið bogalistin í þessari sýningu en vandamálin eiga sér rætur bæði í leikstjórninni og handritinu. Sýningin ferðast um víðan völl en hópurinn missir fótana þegar útúrdúrarnir verða of langir eða fjarstæðukenndir. Hópurinn daðrar við stærra samhengi: hvernig konur eru misnotaðar og dæmdar, efast um sína eigin verðleika og velja sínar eigin leiðir. Miðpunkturinn er reynsla þeirra tveggja og skynjun frekar en tilraun til predikunar um kynlífsiðnaðinn. Þeim tekst samt sem áður ekki að finna handritinu fastar skorður og áhugaverð saga dofnar í óljósri sviðsetningu. Tónlistin, eftir Gunnar Karel Másson, er einn af hápunktum Stripp. Mínímalísku melódíurnar laumast á milli atriða og kynda undir þeim, drungalegar og dáleiðandi. Einnig er sviðshönnun Lenu Mody fyrirferðarlítil en gáfulega útfærð með lymskulegum vísunum í þá klúbba sem verkið kjarnast um. Svipaða sögu má segja um búningahönnun Larissu Bechtold en ljósahönnun Jóhanns Friðriks Ágústssonar hefði mátt vera meira afgerandi, hún varð fljótlega fyrirsjáanleg. Þetta daður við sviðsetningu og nálgun er Stripp til ama þrátt fyrir góða grunnhugmynd, handritið er sömuleiðis ekki nægilega sterkt. Um leið og verkið nálgast einhvers konar dýpt er grunninum kippt undan frásögninni. Þessi stefnubreyting er kannski skondin og jafnvel sniðug en áhrifin kvarna úr heildarmyndinni frekar en að styðja við hana.Niðurstaða: Umhugsunarverð sýning um áleitnar spurningar en týnist í forminu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst. Leikhús Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Stripp Tjarnarbíó á ensku Lókal - Reykjavík Dance Festival Dance for Me í samstarfi við Olgu Sonju Thorarensen Brogan Davison, Olga Sonja Thorarensen, Pétur Ármannsson Dramatúrg: Emelía Antonsdóttir Crivello Leikmynd: Lena Mody Búningahönnun: Larissa Bechtold Tónlist: Gunnar Karel Másson Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson Árlega sviðslistahátíðin Lókal og Reykjavík Dance Festival, undir formerkjunum Every Body’s Spectacular, keyrir leikárið á höfuðborgarsvæðinu í gang nú sem áður. Hátíðin gefur íslenskum áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í heim alþjóðlegrar samtímasviðslistar. Því er virkilega ánægjulegt að opnunarsýning hátíðarinnar í ár sé nýtt íslenskt sviðsverk eftir sviðslistahópinn Dance for Me í samstarfi við Olgu Sonju Thorarensen. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands flutti leikkonan Olga Sonja Thorarensen til Berlínar, með bankalán á bakinu vonaðist hún til að smokra sér inn í þýska sviðslistaheiminn. Eftir sjálfboðaliðavinnu fyrir danskan sviðslistahóp stóð hún uppi með tvær hendur tómar og stórskuldug. Hún ákveður að senda inn umsókn til að gerast dansari, á strippstað. Olga Sonja hefur áhrifaríka sviðsverund og nálgun hennar er einlæg án þess að vera væmin. Hún horfir yfir og í gegnum áhorfendur, aftengd en tilbúin til að deila sinni sögu með áhorfendum. Henni til halds og traust er danshöfundurinn Brogan Davison. Þær leika útgáfur af sjálfum sér en afstaða þeirra á sviðinu er afslöppuð, nánast í samræðustíl. Stripp byrjar með endurteknum hreyfingum, þekktum sveigjum úr strippiðnaðinum sem hafa læðst inn í samfélagsvitundina. Sviðshreyfingar Olgu Sonju eru agaðar og skýrar en í samhengi verksins verða þær kómískar frekar en kynferðislegar, sorglegar frekar en seiðandi. Þessi hluti sýningarinnar heppnast með eindæmum vel, þar sem fá orð eru notuð til að segja flókna sögu. Hópurinn dregur líka mjög fína línu og áhugaverðar tengingar á milli hugmynda okkar um nektardansheiminn og hvernig hann birtist Olgu Sonju. Brogan spyr hana áleitinna spurninga, biður áhorfendur um að glápa en vekur samtímis spurningar um hver hefur í raun og veru valdið í þessum samskiptum. En veikleikar sýningarinnar koma í ljós um leið og hópurinn víkur frá viðkvæma frásagnarforminu. Pétur Ármannsson er skrifaður fyrir sviðsetningu Stripp, ásamt Olgu Sonju og Brogan. Hann er leikstjóri sem vert er að fylgjast með enda búinn að vinna gott starf á síðustu misserum. Honum bregst þó örlítið bogalistin í þessari sýningu en vandamálin eiga sér rætur bæði í leikstjórninni og handritinu. Sýningin ferðast um víðan völl en hópurinn missir fótana þegar útúrdúrarnir verða of langir eða fjarstæðukenndir. Hópurinn daðrar við stærra samhengi: hvernig konur eru misnotaðar og dæmdar, efast um sína eigin verðleika og velja sínar eigin leiðir. Miðpunkturinn er reynsla þeirra tveggja og skynjun frekar en tilraun til predikunar um kynlífsiðnaðinn. Þeim tekst samt sem áður ekki að finna handritinu fastar skorður og áhugaverð saga dofnar í óljósri sviðsetningu. Tónlistin, eftir Gunnar Karel Másson, er einn af hápunktum Stripp. Mínímalísku melódíurnar laumast á milli atriða og kynda undir þeim, drungalegar og dáleiðandi. Einnig er sviðshönnun Lenu Mody fyrirferðarlítil en gáfulega útfærð með lymskulegum vísunum í þá klúbba sem verkið kjarnast um. Svipaða sögu má segja um búningahönnun Larissu Bechtold en ljósahönnun Jóhanns Friðriks Ágústssonar hefði mátt vera meira afgerandi, hún varð fljótlega fyrirsjáanleg. Þetta daður við sviðsetningu og nálgun er Stripp til ama þrátt fyrir góða grunnhugmynd, handritið er sömuleiðis ekki nægilega sterkt. Um leið og verkið nálgast einhvers konar dýpt er grunninum kippt undan frásögninni. Þessi stefnubreyting er kannski skondin og jafnvel sniðug en áhrifin kvarna úr heildarmyndinni frekar en að styðja við hana.Niðurstaða: Umhugsunarverð sýning um áleitnar spurningar en týnist í forminu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst.
Leikhús Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira