Horfði á eiginkonu sína sökkva í hafið en bjargaði ungum syni Snærós Sindradóttir skrifar 20. ágúst 2016 00:01 Francisco, Elma og Matthew Calara voru heppin að sleppa lifandi úr þeim lífsháska sem þau lentu í á Vestfjörðum á fimmtudag. Mynd/Francisco „Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent