Horfði á eiginkonu sína sökkva í hafið en bjargaði ungum syni Snærós Sindradóttir skrifar 20. ágúst 2016 00:01 Francisco, Elma og Matthew Calara voru heppin að sleppa lifandi úr þeim lífsháska sem þau lentu í á Vestfjörðum á fimmtudag. Mynd/Francisco „Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41