Deloitte lögsótt vegna peningaþvættis Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:30 Fjárfestingafélag í Dubai telur Deloitte ekki hafa staðið sig í stykkinu. Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira