Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 14:45 Tyrkneskir skriðdrekar á leið til Jarablus. Vísir/Getty Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14
Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56
Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41