„Hillary Clinton vill loka fjölskyldubýlum alveg eins og hana langar að loka námunum og stálvinnslum. Hún mun ekki einungis gera þetta með lagabreytingu heldur einnig með því að hækka skatta á bóndabýli og öll viðskipti um allt að 50 prósent.“
Þetta sagði Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, á kosningafundi í Iowa í Bandaríkjunum í dag. Hann lýsti stefnum Clinton sem „stríði“ gegn bændum.
Hann sagðist einnig ætla að stöðva „afskipti Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna“ af bændum og jörðum þeirra.
AP fréttaveitan bendir hins vegar á að á heimasíðu framboðs Clinton megi finna áætlun um aukinn stuðning við minni býli og að hún muni skapa öryggisnet sem notað verði til að hjálpa bændum í gegnum erfiða tíma.
Sagði Clinton ætla í stríð við bændur
Samúel Karl Ólason skrifar
