Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:37 Þegar eru svokallaðir kynlausir klefar í Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Laugardalslaug. Vísir/Reykjavíkurborg Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr. Sundlaugar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr.
Sundlaugar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira