Körfuboltamennirnir sáu Michael Phelps m.a. vinna tvær gullmedalíur en þessi magnaði íþróttamaður hefur nú unnið 21 gull á Ólympíuleikum sem er met.
Ein af skærustu stjörnum körfuboltaliðsins, Kevin Durant, fékk mynd af sér með Phelps eins og sjá má hér að neðan.
Durant reyndi að fá mynd af sér með sundkappanum á setningarhátíðinni á föstudaginn en án árangurs. Það gekk betur í gær og Durant og Phelps stilltu sér saman upp fyrir eina góða mynd.
Durant fékk einnig mynd af sér með sundkonunni öflugu, Katie Ledecky, sem er búin að vinna til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í ár.
Bandaríkjamenn mæta Ástralíu í A-riðli körfuboltakeppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 22:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.