Túnis og Katar mættust í hörkuleik á ÓL í Ríó í dag. Dramatískum leik lauk með jafntefli, 25-25.
Kamal Aldin Mallash jafnaði fyrir Katara er tólf sekúndur lifðu leiks. Túnisbúar fóru í lokasóknina en skot Wael Jallouz var varið af vörn Katara.
Oussama Boughanmi var markahæstur í liði Túnis með átta mörk. Rafael Capote fór á kostum í liði Katara og skoraði tólf mörk.
Þetta var fyrsta stig Túnisbúa á mótinu en Katar er komið með þrjú stig með einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap.
Jafntefli í hörkuleik hjá Túnis og Katar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



