Bjórdæla verður við hvert bað í nýrri bjórheilsulind Kalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:02 Bruggsmiðjan Kaldi verður tíu ára í september. Vísir/Samsett Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00