Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:35 Sýrlenskur faðir á flótta ásamt barni sínu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. vísir/getty Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins. Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins.
Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15
Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00
Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06